Erlent

Forsetafrúin sigraði í forsetakosningunum

Cristina Fernandes de Kirchner, nýkjörinn forseti Argentínu.
Cristina Fernandes de Kirchner, nýkjörinn forseti Argentínu. MYND/

Cristina Fernandes de Kirchner sigraði í forsetakosningunum í Argentínu. Þegar búið var að telja nærri öll atkvæði í kvöld hafði Kirchner fengið 44,91 prósent atkvæða en helsti keppinautur hennar Elisa Carrio 22,95 prósent atkvæða.

Cristina Fernandes de Kirchner er eiginkona Nestor Kirchner, fráfarandi forseta. Mun hún taki við embætti af eiginmanni sínum þann 10. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×