Erlent

Fundu leifar af geislavirku efni í gámaflutningaskipi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. MYND/AFP

Yfirvöld í Hondúras í Mið-Ameríku fundu í dag leifar af geislavirku efni um borð í gámaflutningaskipi í höfninni í Puerto Cortes. Skipið var að flytja stál frá Hondúras til Hong Kong.

Yfirvöld komu strax upp varnarsvæði í kringum skipið á meðan það var rannsakað. Í fyrstu var óttast að um væri að ræða efni sem nota átti til að búa til svokallaða "skítuga sprengju". Sprengjur af því tagi hafa þann eina tilgang að drefia geisluvirku efni yfir stórt svæði og valda þannig miklum skaða.

Við nánari rannsókn kom í ljós að um var að ræða efnið Cesium-137 sem notað er víða til sótthreinsunar á sjúkrahúsum. Ekki liggur fyrir hvernig efnið komst um borð í skipið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×