Erlent

Tyrkneskt skip sökk við suðurströnd Danmerkur

Kafarar. Myndin tengist fréttinni ekkert.
Kafarar. Myndin tengist fréttinni ekkert.
Kafarar frá dönsku strandgæslunni hafa í nótt reynt að bjarga tyrkneskum sjómönnum sem fastir eru í skipi sem marar á hvolfi við suðurströnd Danmerkur. Einn kafarinn reyndi að komast inn í íbúðir skipverja en slæmt veður kom í veg fyrir að honum tækist það. Reynt verður að setja dráttartaug í skipið og færa það til svo leið kafara inn í það verði auðveldari. Alls voru ellefu manns í áhöfn um borð í skipinu. Þremur hefur verið bjargað. Einn var látinn og náðist líkið af honum. Sjö eru eftir í skipinu og eru björgunarmenn svartsýnir á að þeir finnist lifandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×