Íraksstríði mótmælt í Bandaríkjunum 28. janúar 2007 12:45 Tugir þúsunda Bandaríkjamann mótmæltu stríðsrekstrinum í Írak í gær. Mótmælin voru haldin víða um Bandaríkin. Þau fóru að mestu friðsamlega fram en í Washington varð að stöðva mótmælendur þegar þeir reyndu að gera áhlaup á þinghúsið. Mótmælt var í Washington, Los Angeles, Oklahoma og Des Moines. Í höfuðborginni tóku þingmenn þátt í mótmælunum ásamt þekktum leikurum á borð við Tim Robbins og Sean Penn. Leikkonan Jane Fona hélt ræðu og sagði 34 ár frá því að hún hafi tekið síðast þátt í mótmælum vegna stríðsátaka en nú gæti hún ekki orða bundist. Hún sagði það grátlegt að enn þyrfti að standa í þessu, ljóst væri að ráðamenn hefðu ekkert lært af Víetnamstríðinu. Ekki var gengið að Hvíta húsinu í þetta sinn líkt og gert var fyrir rúmum 30 árum en þessi í stað framhjá þinghúsinu þar sem áætlun Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í herliðinu í Írak verður rædd á næstu dögum. Mótmælendur vildu sýna andstöðu sína í verki og hljóp kapp í stóran hóp sem reyndi að hlaupa yfir grasflötina við þinghúsið og að byggingunni. Lögregla stöðvaði för hópsins og til nokkurra átaka kom. Þeir sem skipulögðu mótmælin í Washington höfuð gert sér vonir um að 100 þúsund mótmælendur mættu á svæðið en eitthvað var hópurinn fámennari að sögn lögreglu. 20 almennir borgarar hafa týnt lífi í sprengjuárásum í Írak síðasta sólahring og um 60 særst. 5 skólastúlkur týndu lífi þegar skotið var úr sprengjuvörpu á grunnskóla í hverfi súnnía í vesturhluta Bagdad í morgun. 20 særðust þegar glerbrotum rigndi yfir þá sem voru inn í skólanum. Sjíum er kennt um. 14 andspyrnumenn féllu í loftárás Bandaríkjahers í Baquba í gær um leið og 3 hermenn féllu í sprenguárás norður af Bagdad. Ekkert lát er á blóðbaðinu og benda mótmælin til vaxandi andstöðu almennra Bandaríkjamanna við stríðsreksturinn í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Tugir þúsunda Bandaríkjamann mótmæltu stríðsrekstrinum í Írak í gær. Mótmælin voru haldin víða um Bandaríkin. Þau fóru að mestu friðsamlega fram en í Washington varð að stöðva mótmælendur þegar þeir reyndu að gera áhlaup á þinghúsið. Mótmælt var í Washington, Los Angeles, Oklahoma og Des Moines. Í höfuðborginni tóku þingmenn þátt í mótmælunum ásamt þekktum leikurum á borð við Tim Robbins og Sean Penn. Leikkonan Jane Fona hélt ræðu og sagði 34 ár frá því að hún hafi tekið síðast þátt í mótmælum vegna stríðsátaka en nú gæti hún ekki orða bundist. Hún sagði það grátlegt að enn þyrfti að standa í þessu, ljóst væri að ráðamenn hefðu ekkert lært af Víetnamstríðinu. Ekki var gengið að Hvíta húsinu í þetta sinn líkt og gert var fyrir rúmum 30 árum en þessi í stað framhjá þinghúsinu þar sem áætlun Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í herliðinu í Írak verður rædd á næstu dögum. Mótmælendur vildu sýna andstöðu sína í verki og hljóp kapp í stóran hóp sem reyndi að hlaupa yfir grasflötina við þinghúsið og að byggingunni. Lögregla stöðvaði för hópsins og til nokkurra átaka kom. Þeir sem skipulögðu mótmælin í Washington höfuð gert sér vonir um að 100 þúsund mótmælendur mættu á svæðið en eitthvað var hópurinn fámennari að sögn lögreglu. 20 almennir borgarar hafa týnt lífi í sprengjuárásum í Írak síðasta sólahring og um 60 særst. 5 skólastúlkur týndu lífi þegar skotið var úr sprengjuvörpu á grunnskóla í hverfi súnnía í vesturhluta Bagdad í morgun. 20 særðust þegar glerbrotum rigndi yfir þá sem voru inn í skólanum. Sjíum er kennt um. 14 andspyrnumenn féllu í loftárás Bandaríkjahers í Baquba í gær um leið og 3 hermenn féllu í sprenguárás norður af Bagdad. Ekkert lát er á blóðbaðinu og benda mótmælin til vaxandi andstöðu almennra Bandaríkjamanna við stríðsreksturinn í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira