Erlent

Blair: Látið Vilhjálm og Kate í friði

MYND/AP

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið bæði fjölmiðla og bresku þjóðina að gefa Vilhjálmi prins og Kate Middleton frið eftir að upp úr sambandi þeirra slitnaði.

Breska blaðið Sun greindi frá þessu í gær og hefur fátt verið meira rætt en ástæður þess að parið hætti saman. Töldu margir að parið myndi gifta sig þar sem þau höfðu verið alllengi saman. Vilja sumir kenna um miklu álagi á Vilhjálm innan hersins eða þrýstingi að ofan að upp úr slitnaði en Blair segir allar slíkar ágiskanir tómt bull. „Það er búið að greina frá þessu, leyfum þeim nú að vera í friði," sagði Blair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×