Erlent

Saka Bandaríkjamenn um hræðsluáróður

Særður maður fluttur af vettvangi árásarinnar í Algeirsborg á miðvikudag.
Særður maður fluttur af vettvangi árásarinnar í Algeirsborg á miðvikudag. MYND/AP

Yfirvöld í Alsír sökuðu í dag talsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í landinu um um að vera óábyrgir með því að vara við hugsanlegum árásum í höfuðborginni Algeirsborg á næstunni.

Sagði innanríkisráðherra Alsírs að með slíkum yfirlýsingum myndu Bandaríkjamenn valda hræðslu meðal íbúa borgarinnar sem væru þegar á nálum eftir þrjár sjálfsmorðsárásir í borginni. 33 létust og 222 særðust í slíkri árás á miðvikudag en það var fyrsta stóra sprengjuárásin í borginni í yfir áratug.

Bandaríska sendiráðið birti viðvörun á heimasíðu sinni á laugardagsmorgun þar sem fram kom að árás væri hugsanlega yfirvofandi í Algeirsborg og að árásarmenn myndu beina spjótum sínum höfuðstöðvum alsírska póstsins eða alsírska ríkissjónvarpinu. Vitnað var til óstaðfestra heimilda á heimasíðu sinni en dagurinn í gær leið án þess að nokkuð gerðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×