Erlent

Miðjarðarhafsveður í Bretlandi

Ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísi tók þessa mynd í Lundúnum í dag en þar voru flestir léttklæddir í hitanum.
Ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísi tók þessa mynd í Lundúnum í dag en þar voru flestir léttklæddir í hitanum. MYND/Vilhelm

Sannkallað Miðjarðarhafsveður hefur verið á Bretlandi um helgina og hefur hitinn farið yfir 25 stig sums staðar í landinu. Það er um 10 gráðum heitara en venja er á þessum árstíma.

Í höfuðborginni London fór hitinn í nærri 23 stig og nýttu borgarbúar það til þess að leggjast út í sólina. Til samanburðar var hitinn á Malaga á Spáni 20 gráður og í Kaíró í Egyptalandi var hitinn 23 gráður. Ekki nutu þó allir Bretar sólskins um helgina því í norðvesturhluta Skotlands og í Vestur-Wales rigndi nokkuð.

Veðurfræðingar búast við áframahaldandi sólskini á Bretlandseyjum í vikunni þótt aðeins dragi úr hitanum. Við þetta má bæta að Veðurstofa Bretlands spáði því fyrr í mánuðinum að komandi sumar yrði heitara en meðaltal síðustu áratuga og að hitamet myndu hugsanlega falla í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×