Enski boltinn

Dýrt tap hjá Charlton

Skoski landsliðsmaðurinn James McFadden tryggði Everton mikilvæg stig í baráttunni um Evrópusæti
Skoski landsliðsmaðurinn James McFadden tryggði Everton mikilvæg stig í baráttunni um Evrópusæti NordicPhotos/GettyImages
Charlton missti í dag af gullnu tækifæri til að komast af fallsvæðinu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lá 2-1 fyrir Everton á útivelli. Ekkert mark kom í leiknum fyrr en eftir 80 mínútur þegar Joleon Lescott kom heimamönnum yfir. Darren Bent náði að jafna fyrir Charlton á 89. mínútu, en liðið missti af dýrmætu stigi í fallslagnum þegar Skotinn James McFadden skoraði sigurmark þeirrar bláklæddu í uppbótartíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×