Erlent

Abbas og Olmert ræðast við í Jerúsalem

MYND/AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hittust á fundi í dag þar sem meðal annars átti að ræða öryggis- og mannréttindamál auk þess sem ætlunin var að ræða mál ísraelsks hermanns sem handtekinn var á Gaza í fyrra.

Báðir leiðtogarnir vöruðu við bjartsýni fyrir fundinn og sögðu að ekki yrði að vænta stórtíðinda í friðarviðræðum aðilanna. Abbas og Olmert féllust fyrir skemmstu á hugmyndir Condoleezu Rice um að hittast á tveggja vikna fresti til að ræða friðarhugmyndir og var fundurinn í dag sá fyrsti af þeim.

Áður en að fundurinn hófst lýsti Olmert því yfir að hann væri reiðubúinn til viðræðna við arabaríki um friðaráætlhun þeirra sem meðal annars gerir ráð fyrir að Palestínuríki verði sjálfstætt og að sanngjörn lausn verði fundin á vanda palestínskra flóttamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×