Erlent

Páfinn áttræður í dag

MYND/AP

Páfinn er áttræður í dag. Tugþúsundir kaþólikka báðu fyrir Benedikt sextánda á Péturstorginu í Róm í morgun þar sem hann hélt sjálfur kraftmikla ræðu. Þá verður æskuheimili páfans í smábæ í Suður-Þýskalandi opið fyrir almenningi í dag. Þangað hafa 250 þúsund manns komið síðan Benedikt tók við af Jóhannesi Páli páfa árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×