Erlent

Að minnsta kosti 22 létust

Ættingjar verkamanna sem unnu að brúarsmíðinni í Fenghuang í Kína fylgjast með björgunarsveitarmönnum að störfum á slysstaðnum.
Ættingjar verkamanna sem unnu að brúarsmíðinni í Fenghuang í Kína fylgjast með björgunarsveitarmönnum að störfum á slysstaðnum. MYND/ap

Að minnsta kosti 22 létust og 44 er saknað eftir að 320 metra brú, sem verið var að byggja í Fenghuang í Hunan-héraði í Kína, hrundi á mánudag.

Brúin hrundi þegar meira en hundrað verkamenn voru að færa vinnupalla sem notaðir voru við brúarsmíðina. Flestir þeirra sem unnu við að smíða brúna voru bændur úr héraðinu.

Orsök slyssins er ókunn en yfirvöld í Hunan-héraði rannsaka málið.

Brúin, sem var 42 metra há og byggð yfir Tou-ána, átti að opna í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×