Erlent

Talin hafa eitrað fyrir fólki

Ungur hjúkrunarfræð­ingur var handtekinn í Turku í Finnlandi vegna gruns um að hafa myrt tvo sjúklinga á heimili fyrir geðfatlaða í nágrenni Tampere, að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat.

Hjúkrunarfræðingurinn, sem býr í bænum Nokia, er grunaður um að hafa eitrað fyrir 54 ára gömlum manni og 79 ára gamalli konu. Maðurinn lést 26. júlí og konan 5. ágúst.

Hjúkrunarfræðingurinn hafði aðeins verið í starfi í fjórar vikur þegar grunurinn vaknaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×