Erlent

Nýrnaþátturinn reyndist gabb

MYND/AFP

Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur hvar þáttakendur áttu að keppa um nýra úr dauðvona konu var gabb eftir allt saman. Framleiðslufyrirtækið Endemol hefur viðurkennt að dauðvona konan væri í raun leikkona.

Keppendurnir sem nauðsynlega þurfa á nýra að halda eru hins vegar raunverulegir sjúklingar. Þeir vissu að um gabb væri að ræða áður en þeir féllust á að taka þátt. Aðstandendur þáttarins segja að með uppátækinu hafi þeir viljað vekja athygli á skorti á líffæragjöfum í Hollandi.

Þátturinn hefur vakið mikið umtal síðustu daga um allan heim og var hann meðal annars fordæmdur af hollenska forsætisráðherranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×