Erlent

Larijani og Solana funda um kjarnorkumál á miðvikudag

MYND/AP

Ákveðið hefur verið að Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, fundi með utanríkismálastjóra ESB, Javier Solana, á miðvikudaginn kemur.

Þar verður rætt um kjarnorkudeilu Írana og Vesturveldanna en eins og fram hefur komið í fréttum eru Vesturveldin andvíg kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran og óttast að þau komi sér upp kjarnorkuvopnum.

Íranski fréttamiðillinn ISNA greindi fyrr í dag frá því að Larijani og Solana hefðu ræðst við í síma í gær, en það hafa þeir gert af og til frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti refsiaðgerðir til þess að reyna að hindra það að Íranar auðguðu úran. Ekki hefur verið ákveðið hvar Larijani og Solana hittast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×