Erlent

Fyrirskipar opinbera rannsókn á fjöldamorðunum

MYND/AP

Ríkisstjórinn í Virginíu hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á fjöldamorðunum í Virginia Tech háskólanum á mánudag þar sem 33 létust.

Rannsóknin verður höndum fyrrverandi lögreglustjóra ríkisins og beinist meðal annars að geðheilsu árásarmannsins Cho Seung-hui en komið hefur fram að Cho var lagður inn á geðdeild árið 2005 og þá höfðu bæði kennarar og nemendur bent á að ekki væri allt með felldu hjá honum. Lögregla leggur þó áherslu á að ekki sé verið að leita að sökudólgi í kerfinu heldur að reyna að koma í veg fyrir að atburðir sem þessir endurtaki sig.

Myndband sem Cho sendi NBC-sjónvarpsstöðinni á milli árásanna tveggja í háskólanum og birt var í gær hefur vakið hörð viðbrögð og hafa bæði lögregla og ættingjar fórnarlamba Chos gagnrýnt NBC fyrir myndbirtinguna. Forráðamenn NBC segja hins vegar að menn komist ekki mikið nærri huga morðingja en þetta.

Þrjátíu og þrír létust tveimur árásum Chos á mánudag og 17 særðust, en átta þeirra eru enn á sjúkrahúsi.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×