Erlent

Rúmensk mynd hlaut Gullpálmann

Christian Mugiu hampaði Gullpálmanum í kvöld.
Christian Mugiu hampaði Gullpálmanum í kvöld. MYND/AFP

Það var rúmenska kvikmyndin „4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar" í leikstjórn Christians Mungiu sem hlaut Gullpálmann í Cannes þetta árið. Verðlaunin eru á meðal þeirra eftirsóttustu í kvikmyndaheiminum og þetta árið höfðu þau á sér nokkuð alþjóðlegt yfirbragð.

Suður kóreska leikkonan Jeon Do-yeon fékk verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki í myndinni „Secret sunshine" og Rússinn Konstantin Lavronenko var útnefndur besti leikarinn í hópi karla fyrir frammistöðu sína í „The Banishment".

Þá var bandaríski leikstjórinn og listamaðurinn Julian Schnabel talinn besti leikstjórinn á hátíðinni. Sérstök verðlaun dómnefndar fóru að þessu sinni til tveggja mynda, „Silent Light" frá Mexíkó og írönsku teiknimyndarinnar „Persepolis".

Bandaríski leikstjórinn Gus Van Sant fékk sérstök afmælisverðlaun en hátíðin fagnar sextíu ára afmæli í ár og Jane Fonda fékk verðlaun fyrir merkilegt framlag til kvikmyndanna í gegnum árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×