Erlent

Breskir skólar skiptast eftir kynþáttum

Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsótti barnaskóla í Blackburn á dögunum.
Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsótti barnaskóla í Blackburn á dögunum. MYND/AFP

Skólar á Englandi eru sífellt að verða einsleitnari þegar kemur að kynþætti. Nýjar tölur frá breskum stjórnvöldum þykja sína fram á þessa þróun en þar kemur fram að mörg sveitarfélög séu að skipuleggja skóla þar sem nemendur eru að miklum meirihluta annað hvort hvítir, svartir eða af asískum uppruna.

Breska blaðið The Guardian segir frá þessu í dag og bendir á að meirihluti nemenda á mörgum svæðum í landinu, ekki síst í norðurhluta Englands, hafi engin skamskipti við jafnaldra sína af öðrum kynþáttum þrátt fyrir að vera í nábýli við þá.

Blaðið segir að þessi þróun geti stuðlað að auknum núningi á milli kynþátta í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×