Erlent

Benjamin Netanyahu endurkjörinn formaður Likud bandalagsins

Benjamin Netanyahu ásamt eiginkonu sinni.
Benjamin Netanyahu ásamt eiginkonu sinni. MYND/AFP

Benjamin Netanyahu sigraði andstæðing sinn, Moshe Feiglin, í kosningum um formannsembætti Likud bandalagsins sem fram fóru í Ísrael í dag. Þegar búið var að telja um 80 prósent atkvæða hafði Netanyahu fengið þrjá fjórðu hluta allra greiddra atkvæða.

Benjamin Netanyahu mun því að öllum líkindum leiða flokkinn í næstu þingkosningum í Ísrael sem fram fara árið 2010. Í síðustu kosningum náði Likud bandalagið aðeins 12 þingsætum af 120 á ísraelska þinginu sem var versti ósigur flokksins í kosningum frá stofnun hans árið 1977.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×