Erlent

Forseti Írans heimsækir Afganistan

Vel fór á með þeim félögum Ahmadinejad og Hamid Karzai í Kabúl í dag.
Vel fór á með þeim félögum Ahmadinejad og Hamid Karzai í Kabúl í dag. MYND/Getty

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hitti afganska starfsbróður sinn Hamid Karzai í dag þrátt fyrir eindregnar óskir bandarískra yfirvalda um að Karzai tæki ekki á móti honum.

Ahmadinejad fór fyrir stórri sendinefnd íranskra sem ætlað er að sýna aukin áhrif Írans í Afganistan, að því er breska blaðið Guardian greinir frá. Bandaríkjamenn hafa ítrekað haldið því fram að Íranar stuðli að óstöðugleika á svæðinu og segja þeir uppreisnarmenn Talíbana vera búna írönskum vopnum.

Íranar, sem flestir eru sjíar, hafa hins vegar vísað þeim ásökunum á bug enda hafi þeir skömm á þeirri súnnísku bókstafstrú sem Talíbanar iðka. Heimsókn forsetans kemur í kjölfar yfirlýsinga Karzais í síðustu viku þar sem hann vísaði ásökunum Bandaríkjamanna um áfhrif íranskrar íhlutunar í landinu á bug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×