Erlent

Sextíu særðust í hryðjuverkaárás í Rússlandi í morgun

Minnst sextíu særðust í hryðjuverkaárás á lest í Rússlandi í morgun.

Hraðlest á leið frá Moskvu til Sánkti Pétursborgar fór út af sporinu þegar heimagerð sprengja sprakk á lestarteinunum nærri borginni Novgorod, um fimm hundruð kílómetrum norður af Moskvu. Tvö hundruð og fimmtán farþegar og tuttugu lestarstarfsmenn voru um borð þegar sprengjan sprakk. Enginn þeirra týndi lífi í árásinni.

Miklar tafir hafa orðið á lestarferðum í morgun þar sem teinarnir rifnuðu upp á áttahundruð metra kafla. Stefnt er að því að lestarferðir verði samkvæmt áætlun síðar í dag.

Leiðin milli Mosvku og Sánkti Pétursborgar er fjölfarin og sprakk sprengjan á háannatíma.

Ekki er vitað hverjir komu henni fyrir á teinunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×