Erlent

Elsta kona í heimi látin

Yone Minagawa var elsta kvenna í heiminum í rúmlega hálft ár.
Yone Minagawa var elsta kvenna í heiminum í rúmlega hálft ár. MYND/AP

Elsta kona í heimi, hin japanska Yone Minagawa, lést í gær 114 ára að aldri. Minagawa fæddist 4. janúar 1893 og tók við titlinum í janúar á þessu ári. Við titlinum elsta núlifandi kona í heimi tekur hin bandaríska Edna Parker en hún er þremur mánuðum yngri en Minagawa. Hana vantar þó töluvert upp á að ná titlinum elsta kona sögunnar en hann á hin franska Jeanne Calment sem lést árið 1997, þá 122 ára og 164 daga gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×