Erlent

Danskir veitingamenn óttast reykingabann

Það eru greinilega ekki bara kvef sem reykingamenn þurfa að glíma við í kjölfar reykingabannsins.
Það eru greinilega ekki bara kvef sem reykingamenn þurfa að glíma við í kjölfar reykingabannsins.

Aukið ofbeldi, eiturlyfjasala og hávaði er meðal þess sem danskir veitingamenn óttast í kjölfar reykingabanns á veitinga og skemmtistöðum sem tekur gildi þar á miðvikudaginn.

Þeir segja að ofbeldi og eiturlyfjasala fari aðallega fram utandyra, fjarri vökulum augum starfsfólks og dyravarða. Þetta muni því stóraukast þegar fólk sé neytt til að svala nikótínfíkn sinni úti.



Þá segja þeir að reynsla annarra landa sýni einnig stórauknar kvartanir vegna hávaða í nágrenni skemmtistaða. Til að mynda hafi þeim fjölgað um heil þúsund prósent í Skotlandi, síðan reykingabann tók gildi þar í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×