Erlent

Sjítar mótmæla sprengjuárás í Írak

Vera Einarsdóttir skrifar
al-Askari moskan sem ráðist var á
al-Askari moskan sem ráðist var á MYND/AFP

Sjítar í Manama, höfuðborg Bahrain, mótmæltu í dag sprengjuárás á eina helgustu mosku sjíta múslíma, al-Askari í Írak. Þeir beindu mótmælum sínum að Bandaríkjunum og flokkadráttum í íslam.

Mótmælendurnir gengu í tveimur hópum og hrópuðu "Dauði yfir Bandaríkjunum" og "Nei við hryðjuverkum". Annar hópurinn mótmælti meðal annars fyrir utan breska sendiráðið.

Í sprengjuárásinni skemmdust tveir bænaturnar sem eftir stóðu frá því ráðist var á moskuna árið 2006. Sú árás varð kveikjan að baráttu sjíta og súnní múslíma. Sprengjuárásin í dag hefur ýtt undir áhyggjur af því að borgarastyrjöld brjótist út á milli trúarhópanna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×