Erlent

Breskir barnaníðingar í lyfjameðferð

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Kynferðisafbrotamenn í Bretlandi eiga nú yfir höfði sér að vera settir á lyfjameðferð til að draga úr kynhvöt og hjálpa þeim að hætta að níðast á börnum. Frumvarpið verður lagt fyrir þingið af innanríkisráðherra landsins sem segir að koma verði í veg fyrir síendurtekin brot barnaníðinga.

Róttækasta tillaga frumvarpsins felur í sér að lyfjameðferð verði tekin upp til að hefta kynhvöt barnaníðinga. Hún vinnur einnig á þunglyndi. Meðferðin hefur gefið góða raun í Svíþjóð og Bandaríkjunum þar sem dregið hefur úr mistnokun á börnum um 50 prósent. Í Bretlandi yrði hún einingis veitt að gefnu samþykki kynferðisafbrotamannanna og kæmi ekki í stað refsingar. Í

frumvarpinu er einnig lagt til að tekið verði upp svipað kerfi og Megan lögin í Bandaríkjunum, sem veitir upplýsingar um dæmda kynferðisafbrotamenn og búsetu þeirra. Tilraunaverkefni af því tagi er nú í gangi í Somerset á Englandi.

Gagnrýnendur segja falskt öryggi falið í því að upplýsingar af þessu tagi séu aðgengilegar almenningi.

Þá felur frumvarpið einnig í sér skyldu lögreglu til að upplýsa foreldra ef börn þeirra eru í hættu að vera misnotuð af þekktum barnaníðingi.

Lygamælar yrðu einnig notaðir til að komast að því hvort afbrotamennirnir sækja í skóla eða skoða barnaklám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×