Erlent

Hillary safnaði 1700 milljónum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hillary er dugleg að safna peningum.
Hillary er dugleg að safna peningum. Mynd/ AP

Hillary Clinton safnaði því sem nemur tæpum 1700 milljónum íslenskra króna í kosningasjóð sinn á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 400 milljónum meira en Barak Obama, aðalkeppinautur hennar í forkosningum demokrata um forsetaembættið í Bandaríkjunum, hefur safnað.

Frambjóðendur í forkosningum repúblikana eiga enn eftir að tilkynna hversu miklu þeir öfluðu, en það verða þeir að gera fyrir 15. október.

Þriðji ársfjórðungur er yfirleitt talinn skila minnstu í kosningasjóði frambjóðenda því að í júlí og ágúst eru flestir Bandaríkjamenn í sumarleyfum og huga lítið að stjórnmálabaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×