Erlent

Bhutto bannað að yfirgefa Pakistan

Bhutto tárvot við komuna til heimalandsins eftir átta ára fjarveru.
Bhutto tárvot við komuna til heimalandsins eftir átta ára fjarveru. MYND/AFP

Yfirvöld í Pakistan hafa bannað Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra að yfirgefa landið. Talsmaður Þjóðarflokks Pakistan sem Bhutto leiðir sagði fréttamanni BBC að flokkurinn hefði skrifað innanríkisráðuneyti landsins vegna málsins. Bhutto slapp ómeidd úr morðtilraun á fimmtudag þegar hún sneri aftur úr átta ára sjálfskipaðri útlegð. Næstum 140 manns létust í árásinni.

Fréttaskýrendur segja yfirvöld gjarnan banna stjórnarandstæðingum að yfirgefa Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×