Neyðarástand í Kaliforníu 23. október 2007 04:00 Sigfríður Björnsdóttir Gífurlegir skógar-eldar geisa nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri lýst yfir neyðarástandi í sjö sýslum í suðurhluta ríkisins. Tæplega 405 ferkílómetrar landsvæðis hafa brunnið í skógareldunum í San Diego-sýslu og þurftu 250.000 manns að yfirgefa heimili sín í gær. „Það eru fleiri hús að brenna en við höfum mannskap og búnað til að geta bjargað," sagði slökkviliðsstjórinn í San Diego, Lisa Blake. „Margir eiga eftir að tapa heimilum sínum í dag." Talsvert var um að slökkviliðsmenn ættu í vandræðum með að berjast við elda þar sem þeir voru uppteknir við að bjarga fólki sem hafði neitað að yfirgefa heimili sín, að sögn Bill Metcalf, yfirmanns eldvarna í norðurhluta San Diego-sýslu. „Þetta fólk vildi bara ekki fara eða brást of seint við. Og þeir sem taka slíkar ákvarðanir eru í raun að hamla slökkviaðgerðum." Skógareldarnir berast hratt yfir vegna mikilla vinda, auk þess sem jarðvegur er afar þurr eftir methita í sumar. „Vindurinn er óvinur númer eitt núna," sagði Scwharzenegger á blaðamannafundi í gær. Veðurfræðingar spáðu áframhaldandi hvassviðri á svæðinu í dag. Joel og Jóna Kristbjörg Valdez búa ásamt þremur börnum á hættusvæði í San Diego og voru á förum þegar Fréttablaðið hafði samband í gærdag. „Við fengum að vita fyrir um tíu mínútum að við þyrftum að rýma húsið okkar. Börnin eru komin út í bíl og við erum núna að safna saman því nauðsynlegasta.," sagði Joel þegar fjölskyldan lagði af stað í gærmorgun í átt að Los Angeles. „Búist er við að eldurinn nái að ströndinni. San Diego sjálf virðist ekki vera í hættu en ef eldurinn nær að brjótast út í nágrenninu kemst hún líka í hættu," segir Stefán Karl Stefánsson leikari, sem búsettur er nærri hættusvæðunum í San Diego. „Skógareldarnir hafa gríðarleg áhrif á allt líf í Kaliforníu. Verslunum er lokað, hundruð þúsunda manna eru á flótta og San Diego er umkringd eldum sem eru stjórnlausir. Ein íslensk fjölskylda er byrjuð að pakka að ég veit, en við erum ekki í hættu enn um sinn." Engar flugvélar komust á loft vegna vindanna og búist var við að herinn yrði kallaður út um eftirmiðdaginn. Sigfríður Björnsdóttir býr með fjölskyldu sinni í La Jolla í aðeins um fimmtán mínútna fjarlægð frá þeim svæðum sem rýmd hafa verið. „Okkur er ráðlagt að fylgjast vel með fjölmiðlum, sem fjalla stöðugt um eldana. Ég svaf því lítið í nótt. Það hefur verið mikill reykur og mikil aska í loftinu undanfarið." Sigfríður segir yfirvöld hafa tilkynnt að eldarnir muni versna og verði að öllum líkindum verri en Cedar-eldarnir sem geisuðu á sama svæði árið 2003, þar sem 1.134 ferkílómetra svæði og 2.232 heimili urðu eldinum að bráð. Í nágrenni Malibu geisa einnig eldar en að sögn Sigurjóns Sighvatssonar, ræðismanns Íslands í Los Angeles, er talið að aðeins einn Íslendingur búi á því svæði. Ekki náðist í hann um hádegisbil að Kyrrahafstíma í gær, en símasamband liggur víða niðri á svæðinu. - eb / - sdg Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Gífurlegir skógar-eldar geisa nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri lýst yfir neyðarástandi í sjö sýslum í suðurhluta ríkisins. Tæplega 405 ferkílómetrar landsvæðis hafa brunnið í skógareldunum í San Diego-sýslu og þurftu 250.000 manns að yfirgefa heimili sín í gær. „Það eru fleiri hús að brenna en við höfum mannskap og búnað til að geta bjargað," sagði slökkviliðsstjórinn í San Diego, Lisa Blake. „Margir eiga eftir að tapa heimilum sínum í dag." Talsvert var um að slökkviliðsmenn ættu í vandræðum með að berjast við elda þar sem þeir voru uppteknir við að bjarga fólki sem hafði neitað að yfirgefa heimili sín, að sögn Bill Metcalf, yfirmanns eldvarna í norðurhluta San Diego-sýslu. „Þetta fólk vildi bara ekki fara eða brást of seint við. Og þeir sem taka slíkar ákvarðanir eru í raun að hamla slökkviaðgerðum." Skógareldarnir berast hratt yfir vegna mikilla vinda, auk þess sem jarðvegur er afar þurr eftir methita í sumar. „Vindurinn er óvinur númer eitt núna," sagði Scwharzenegger á blaðamannafundi í gær. Veðurfræðingar spáðu áframhaldandi hvassviðri á svæðinu í dag. Joel og Jóna Kristbjörg Valdez búa ásamt þremur börnum á hættusvæði í San Diego og voru á förum þegar Fréttablaðið hafði samband í gærdag. „Við fengum að vita fyrir um tíu mínútum að við þyrftum að rýma húsið okkar. Börnin eru komin út í bíl og við erum núna að safna saman því nauðsynlegasta.," sagði Joel þegar fjölskyldan lagði af stað í gærmorgun í átt að Los Angeles. „Búist er við að eldurinn nái að ströndinni. San Diego sjálf virðist ekki vera í hættu en ef eldurinn nær að brjótast út í nágrenninu kemst hún líka í hættu," segir Stefán Karl Stefánsson leikari, sem búsettur er nærri hættusvæðunum í San Diego. „Skógareldarnir hafa gríðarleg áhrif á allt líf í Kaliforníu. Verslunum er lokað, hundruð þúsunda manna eru á flótta og San Diego er umkringd eldum sem eru stjórnlausir. Ein íslensk fjölskylda er byrjuð að pakka að ég veit, en við erum ekki í hættu enn um sinn." Engar flugvélar komust á loft vegna vindanna og búist var við að herinn yrði kallaður út um eftirmiðdaginn. Sigfríður Björnsdóttir býr með fjölskyldu sinni í La Jolla í aðeins um fimmtán mínútna fjarlægð frá þeim svæðum sem rýmd hafa verið. „Okkur er ráðlagt að fylgjast vel með fjölmiðlum, sem fjalla stöðugt um eldana. Ég svaf því lítið í nótt. Það hefur verið mikill reykur og mikil aska í loftinu undanfarið." Sigfríður segir yfirvöld hafa tilkynnt að eldarnir muni versna og verði að öllum líkindum verri en Cedar-eldarnir sem geisuðu á sama svæði árið 2003, þar sem 1.134 ferkílómetra svæði og 2.232 heimili urðu eldinum að bráð. Í nágrenni Malibu geisa einnig eldar en að sögn Sigurjóns Sighvatssonar, ræðismanns Íslands í Los Angeles, er talið að aðeins einn Íslendingur búi á því svæði. Ekki náðist í hann um hádegisbil að Kyrrahafstíma í gær, en símasamband liggur víða niðri á svæðinu. - eb / - sdg
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira