Neyðarástand í Kaliforníu 23. október 2007 04:00 Sigfríður Björnsdóttir Gífurlegir skógar-eldar geisa nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri lýst yfir neyðarástandi í sjö sýslum í suðurhluta ríkisins. Tæplega 405 ferkílómetrar landsvæðis hafa brunnið í skógareldunum í San Diego-sýslu og þurftu 250.000 manns að yfirgefa heimili sín í gær. „Það eru fleiri hús að brenna en við höfum mannskap og búnað til að geta bjargað," sagði slökkviliðsstjórinn í San Diego, Lisa Blake. „Margir eiga eftir að tapa heimilum sínum í dag." Talsvert var um að slökkviliðsmenn ættu í vandræðum með að berjast við elda þar sem þeir voru uppteknir við að bjarga fólki sem hafði neitað að yfirgefa heimili sín, að sögn Bill Metcalf, yfirmanns eldvarna í norðurhluta San Diego-sýslu. „Þetta fólk vildi bara ekki fara eða brást of seint við. Og þeir sem taka slíkar ákvarðanir eru í raun að hamla slökkviaðgerðum." Skógareldarnir berast hratt yfir vegna mikilla vinda, auk þess sem jarðvegur er afar þurr eftir methita í sumar. „Vindurinn er óvinur númer eitt núna," sagði Scwharzenegger á blaðamannafundi í gær. Veðurfræðingar spáðu áframhaldandi hvassviðri á svæðinu í dag. Joel og Jóna Kristbjörg Valdez búa ásamt þremur börnum á hættusvæði í San Diego og voru á förum þegar Fréttablaðið hafði samband í gærdag. „Við fengum að vita fyrir um tíu mínútum að við þyrftum að rýma húsið okkar. Börnin eru komin út í bíl og við erum núna að safna saman því nauðsynlegasta.," sagði Joel þegar fjölskyldan lagði af stað í gærmorgun í átt að Los Angeles. „Búist er við að eldurinn nái að ströndinni. San Diego sjálf virðist ekki vera í hættu en ef eldurinn nær að brjótast út í nágrenninu kemst hún líka í hættu," segir Stefán Karl Stefánsson leikari, sem búsettur er nærri hættusvæðunum í San Diego. „Skógareldarnir hafa gríðarleg áhrif á allt líf í Kaliforníu. Verslunum er lokað, hundruð þúsunda manna eru á flótta og San Diego er umkringd eldum sem eru stjórnlausir. Ein íslensk fjölskylda er byrjuð að pakka að ég veit, en við erum ekki í hættu enn um sinn." Engar flugvélar komust á loft vegna vindanna og búist var við að herinn yrði kallaður út um eftirmiðdaginn. Sigfríður Björnsdóttir býr með fjölskyldu sinni í La Jolla í aðeins um fimmtán mínútna fjarlægð frá þeim svæðum sem rýmd hafa verið. „Okkur er ráðlagt að fylgjast vel með fjölmiðlum, sem fjalla stöðugt um eldana. Ég svaf því lítið í nótt. Það hefur verið mikill reykur og mikil aska í loftinu undanfarið." Sigfríður segir yfirvöld hafa tilkynnt að eldarnir muni versna og verði að öllum líkindum verri en Cedar-eldarnir sem geisuðu á sama svæði árið 2003, þar sem 1.134 ferkílómetra svæði og 2.232 heimili urðu eldinum að bráð. Í nágrenni Malibu geisa einnig eldar en að sögn Sigurjóns Sighvatssonar, ræðismanns Íslands í Los Angeles, er talið að aðeins einn Íslendingur búi á því svæði. Ekki náðist í hann um hádegisbil að Kyrrahafstíma í gær, en símasamband liggur víða niðri á svæðinu. - eb / - sdg Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Gífurlegir skógar-eldar geisa nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri lýst yfir neyðarástandi í sjö sýslum í suðurhluta ríkisins. Tæplega 405 ferkílómetrar landsvæðis hafa brunnið í skógareldunum í San Diego-sýslu og þurftu 250.000 manns að yfirgefa heimili sín í gær. „Það eru fleiri hús að brenna en við höfum mannskap og búnað til að geta bjargað," sagði slökkviliðsstjórinn í San Diego, Lisa Blake. „Margir eiga eftir að tapa heimilum sínum í dag." Talsvert var um að slökkviliðsmenn ættu í vandræðum með að berjast við elda þar sem þeir voru uppteknir við að bjarga fólki sem hafði neitað að yfirgefa heimili sín, að sögn Bill Metcalf, yfirmanns eldvarna í norðurhluta San Diego-sýslu. „Þetta fólk vildi bara ekki fara eða brást of seint við. Og þeir sem taka slíkar ákvarðanir eru í raun að hamla slökkviaðgerðum." Skógareldarnir berast hratt yfir vegna mikilla vinda, auk þess sem jarðvegur er afar þurr eftir methita í sumar. „Vindurinn er óvinur númer eitt núna," sagði Scwharzenegger á blaðamannafundi í gær. Veðurfræðingar spáðu áframhaldandi hvassviðri á svæðinu í dag. Joel og Jóna Kristbjörg Valdez búa ásamt þremur börnum á hættusvæði í San Diego og voru á förum þegar Fréttablaðið hafði samband í gærdag. „Við fengum að vita fyrir um tíu mínútum að við þyrftum að rýma húsið okkar. Börnin eru komin út í bíl og við erum núna að safna saman því nauðsynlegasta.," sagði Joel þegar fjölskyldan lagði af stað í gærmorgun í átt að Los Angeles. „Búist er við að eldurinn nái að ströndinni. San Diego sjálf virðist ekki vera í hættu en ef eldurinn nær að brjótast út í nágrenninu kemst hún líka í hættu," segir Stefán Karl Stefánsson leikari, sem búsettur er nærri hættusvæðunum í San Diego. „Skógareldarnir hafa gríðarleg áhrif á allt líf í Kaliforníu. Verslunum er lokað, hundruð þúsunda manna eru á flótta og San Diego er umkringd eldum sem eru stjórnlausir. Ein íslensk fjölskylda er byrjuð að pakka að ég veit, en við erum ekki í hættu enn um sinn." Engar flugvélar komust á loft vegna vindanna og búist var við að herinn yrði kallaður út um eftirmiðdaginn. Sigfríður Björnsdóttir býr með fjölskyldu sinni í La Jolla í aðeins um fimmtán mínútna fjarlægð frá þeim svæðum sem rýmd hafa verið. „Okkur er ráðlagt að fylgjast vel með fjölmiðlum, sem fjalla stöðugt um eldana. Ég svaf því lítið í nótt. Það hefur verið mikill reykur og mikil aska í loftinu undanfarið." Sigfríður segir yfirvöld hafa tilkynnt að eldarnir muni versna og verði að öllum líkindum verri en Cedar-eldarnir sem geisuðu á sama svæði árið 2003, þar sem 1.134 ferkílómetra svæði og 2.232 heimili urðu eldinum að bráð. Í nágrenni Malibu geisa einnig eldar en að sögn Sigurjóns Sighvatssonar, ræðismanns Íslands í Los Angeles, er talið að aðeins einn Íslendingur búi á því svæði. Ekki náðist í hann um hádegisbil að Kyrrahafstíma í gær, en símasamband liggur víða niðri á svæðinu. - eb / - sdg
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira