Emil spilaði vel í nýrri stöðu á vellinum 8. nóvember 2007 00:01 Emil tekur hér hressilega á gulldrengnum Francesco Totti í leik Reggina og Roma í 3. umferð Serie A. nordicphotos/afp Ítalska liðið Reggina, sem Emil Hallfreðsson spilar með, stóð í stórræðum fyrir ekki margt löngu þegar knattspyrnustjórinn Massimo Ficcadenti var rekinn eftir að liðinu mistókst að vinna einn einasta leik af fyrstu tíu leikjunum í Serie A. Við starfinu tók reynsluboltinn Renzo Ulivieri, en hann hefur áður þjálfað víða í efstu deild á Ítalíu á löngum ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Ulivieri stýrði Reggina í fyrsta skipti um síðustu helgi þegar liðið sótti sjóðandi heitt lið Napoli heim og var nálægt því að innbyrða fyrsta sigur sinn á tímabilinu. Luca Vigiani, miðjumaður Reggina, kom liðinu yfir í byrjun síðari hálfleiks en heimamenn í Napoli jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Ulivieri sá ástæðu til þess að hrósa Emil Hallfreðssyni sérstaklega fyrir frammistöðu sína í leiknum eins og kom fram í viðtali hans við opinbera heimasíðu Reggina í leikslok. „Emil spilaði vel í nýrri stöðu sem hann hefur ekki verið vanur að spila í og ég hafði smávegis áhyggjur af í upphafi leiks, en hann vann vel þá vinnu sem ég setti honum fyrir,“ sagði Ulivieri ánægður. Emil bar nýjum knattspyrnustjóra sínum líka vel söguna þegar Fréttablaðið átti spjall við hann í gær. „Þetta er gríðarlega reyndur stjóri hér á Ítalíu og það er greinilegt að hann nýtur strax mikillar virðingar innan liðsins því hann er á stuttum tíma búinn að koma inn nýjum hugmyndum sem menn eru tilbúnir að hlusta á,“ sagði Emil og kvaðst einnig kunna vel við sig í nýrri stöðu á vellinum. „Mér hafði persónulega gengið vel á vinstri kantinum, en ég fann mig bara mjög vel fyrir aftan framherjana og komst mjög vel frá leiknum. Ég átti að passa sérstaklega upp á György Garics, varnarmiðjumann Napoli, sem byggir upp og stjórnar spilinu mikið til hjá liðinu og það gekk frábærlega hjá mér. Þetta endaði bara á því að hann var að elta mig. Nú verð ég bara að halda áfram á sömu braut og ég trúi ekki öðru en að fyrsti sigurinn fari að detta í hús hjá okkur,“ sagði Emil. - óþ Ítalski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira
Ítalska liðið Reggina, sem Emil Hallfreðsson spilar með, stóð í stórræðum fyrir ekki margt löngu þegar knattspyrnustjórinn Massimo Ficcadenti var rekinn eftir að liðinu mistókst að vinna einn einasta leik af fyrstu tíu leikjunum í Serie A. Við starfinu tók reynsluboltinn Renzo Ulivieri, en hann hefur áður þjálfað víða í efstu deild á Ítalíu á löngum ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Ulivieri stýrði Reggina í fyrsta skipti um síðustu helgi þegar liðið sótti sjóðandi heitt lið Napoli heim og var nálægt því að innbyrða fyrsta sigur sinn á tímabilinu. Luca Vigiani, miðjumaður Reggina, kom liðinu yfir í byrjun síðari hálfleiks en heimamenn í Napoli jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Ulivieri sá ástæðu til þess að hrósa Emil Hallfreðssyni sérstaklega fyrir frammistöðu sína í leiknum eins og kom fram í viðtali hans við opinbera heimasíðu Reggina í leikslok. „Emil spilaði vel í nýrri stöðu sem hann hefur ekki verið vanur að spila í og ég hafði smávegis áhyggjur af í upphafi leiks, en hann vann vel þá vinnu sem ég setti honum fyrir,“ sagði Ulivieri ánægður. Emil bar nýjum knattspyrnustjóra sínum líka vel söguna þegar Fréttablaðið átti spjall við hann í gær. „Þetta er gríðarlega reyndur stjóri hér á Ítalíu og það er greinilegt að hann nýtur strax mikillar virðingar innan liðsins því hann er á stuttum tíma búinn að koma inn nýjum hugmyndum sem menn eru tilbúnir að hlusta á,“ sagði Emil og kvaðst einnig kunna vel við sig í nýrri stöðu á vellinum. „Mér hafði persónulega gengið vel á vinstri kantinum, en ég fann mig bara mjög vel fyrir aftan framherjana og komst mjög vel frá leiknum. Ég átti að passa sérstaklega upp á György Garics, varnarmiðjumann Napoli, sem byggir upp og stjórnar spilinu mikið til hjá liðinu og það gekk frábærlega hjá mér. Þetta endaði bara á því að hann var að elta mig. Nú verð ég bara að halda áfram á sömu braut og ég trúi ekki öðru en að fyrsti sigurinn fari að detta í hús hjá okkur,“ sagði Emil. - óþ
Ítalski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira