Emil spilaði vel í nýrri stöðu á vellinum 8. nóvember 2007 00:01 Emil tekur hér hressilega á gulldrengnum Francesco Totti í leik Reggina og Roma í 3. umferð Serie A. nordicphotos/afp Ítalska liðið Reggina, sem Emil Hallfreðsson spilar með, stóð í stórræðum fyrir ekki margt löngu þegar knattspyrnustjórinn Massimo Ficcadenti var rekinn eftir að liðinu mistókst að vinna einn einasta leik af fyrstu tíu leikjunum í Serie A. Við starfinu tók reynsluboltinn Renzo Ulivieri, en hann hefur áður þjálfað víða í efstu deild á Ítalíu á löngum ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Ulivieri stýrði Reggina í fyrsta skipti um síðustu helgi þegar liðið sótti sjóðandi heitt lið Napoli heim og var nálægt því að innbyrða fyrsta sigur sinn á tímabilinu. Luca Vigiani, miðjumaður Reggina, kom liðinu yfir í byrjun síðari hálfleiks en heimamenn í Napoli jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Ulivieri sá ástæðu til þess að hrósa Emil Hallfreðssyni sérstaklega fyrir frammistöðu sína í leiknum eins og kom fram í viðtali hans við opinbera heimasíðu Reggina í leikslok. „Emil spilaði vel í nýrri stöðu sem hann hefur ekki verið vanur að spila í og ég hafði smávegis áhyggjur af í upphafi leiks, en hann vann vel þá vinnu sem ég setti honum fyrir,“ sagði Ulivieri ánægður. Emil bar nýjum knattspyrnustjóra sínum líka vel söguna þegar Fréttablaðið átti spjall við hann í gær. „Þetta er gríðarlega reyndur stjóri hér á Ítalíu og það er greinilegt að hann nýtur strax mikillar virðingar innan liðsins því hann er á stuttum tíma búinn að koma inn nýjum hugmyndum sem menn eru tilbúnir að hlusta á,“ sagði Emil og kvaðst einnig kunna vel við sig í nýrri stöðu á vellinum. „Mér hafði persónulega gengið vel á vinstri kantinum, en ég fann mig bara mjög vel fyrir aftan framherjana og komst mjög vel frá leiknum. Ég átti að passa sérstaklega upp á György Garics, varnarmiðjumann Napoli, sem byggir upp og stjórnar spilinu mikið til hjá liðinu og það gekk frábærlega hjá mér. Þetta endaði bara á því að hann var að elta mig. Nú verð ég bara að halda áfram á sömu braut og ég trúi ekki öðru en að fyrsti sigurinn fari að detta í hús hjá okkur,“ sagði Emil. - óþ Ítalski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira
Ítalska liðið Reggina, sem Emil Hallfreðsson spilar með, stóð í stórræðum fyrir ekki margt löngu þegar knattspyrnustjórinn Massimo Ficcadenti var rekinn eftir að liðinu mistókst að vinna einn einasta leik af fyrstu tíu leikjunum í Serie A. Við starfinu tók reynsluboltinn Renzo Ulivieri, en hann hefur áður þjálfað víða í efstu deild á Ítalíu á löngum ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Ulivieri stýrði Reggina í fyrsta skipti um síðustu helgi þegar liðið sótti sjóðandi heitt lið Napoli heim og var nálægt því að innbyrða fyrsta sigur sinn á tímabilinu. Luca Vigiani, miðjumaður Reggina, kom liðinu yfir í byrjun síðari hálfleiks en heimamenn í Napoli jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Ulivieri sá ástæðu til þess að hrósa Emil Hallfreðssyni sérstaklega fyrir frammistöðu sína í leiknum eins og kom fram í viðtali hans við opinbera heimasíðu Reggina í leikslok. „Emil spilaði vel í nýrri stöðu sem hann hefur ekki verið vanur að spila í og ég hafði smávegis áhyggjur af í upphafi leiks, en hann vann vel þá vinnu sem ég setti honum fyrir,“ sagði Ulivieri ánægður. Emil bar nýjum knattspyrnustjóra sínum líka vel söguna þegar Fréttablaðið átti spjall við hann í gær. „Þetta er gríðarlega reyndur stjóri hér á Ítalíu og það er greinilegt að hann nýtur strax mikillar virðingar innan liðsins því hann er á stuttum tíma búinn að koma inn nýjum hugmyndum sem menn eru tilbúnir að hlusta á,“ sagði Emil og kvaðst einnig kunna vel við sig í nýrri stöðu á vellinum. „Mér hafði persónulega gengið vel á vinstri kantinum, en ég fann mig bara mjög vel fyrir aftan framherjana og komst mjög vel frá leiknum. Ég átti að passa sérstaklega upp á György Garics, varnarmiðjumann Napoli, sem byggir upp og stjórnar spilinu mikið til hjá liðinu og það gekk frábærlega hjá mér. Þetta endaði bara á því að hann var að elta mig. Nú verð ég bara að halda áfram á sömu braut og ég trúi ekki öðru en að fyrsti sigurinn fari að detta í hús hjá okkur,“ sagði Emil. - óþ
Ítalski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira