Erlent

Dýrkeypt verkfall hjá SAS

MYND/AFP

Talið er að vinnustöðvun vegna verkfalls átta hundruð starfsmanna SAS-flugfélagsins í Svíþjóð kosti félagið jafnvirði hátt í hundrað og níutíu milljóna íslenskra króna hvern dag sem ekki er flogið.

Forsvarsmenn SAS aflýstu þrjú hundruð flugferðum til og frá Svíþjóð í dag þegar ljóst var að starfsfólk ætlaði að leggja niður vinnu vegna deilna um kaup, kjör og vinnuaðstöðu. Viðræður sigldu í strand og frekari fundir deilenda hafa ekki verið boðaðir. Líklegt er talið að flugferðum verði einnig aflýst um helgina. Nokkuð hefur verið um óróa meðal starfsmanna félagsins. Í síðasta mánuði lögðu starfsmenn í Danmörku niður vinnu og var hundrað og fimmtíu flugferðum aflýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×