Erlent

Star Wars frumsýnd fyrir 30 árum

Star Wars aðdáandi í gerfi stormsveitarmanns hallar sér að póstkassa í gerfi vélmennisins geðþekka R2D2.
Star Wars aðdáandi í gerfi stormsveitarmanns hallar sér að póstkassa í gerfi vélmennisins geðþekka R2D2. MYND/AFP

25. maí er merkisdagur í augum margra því á þessum degi fyrir sléttum 30 árum var kvikmyndin Star Wars eftir George Lucas frumsýnd. Myndin sló í gegn og hefur haft gríðarleg áhrif á kvikmyndasöguna. Menn deila svo um hvort þau áhrif hafi verið til góðs eða ills.

Myndinni var ekki spáð neitt sérstaklega góðu gengi þegar hún var frumsýnd og til að mynda var hún einungis í sýningu í 32 kvikmyndahúsum til að byrja með. En orðsporið hennar fór víða og nú 30 árum síðar eru myndirnar í bálknum orðnar sex og varningur tengdur myndunum hefur selst fyrir stjarnfræðilegar upphæðir.

Mikið er um dýrðir um helgina í Bandaríkjunum og víðar í tengslum við afmælið og sem dæmi hefur pósturinn í Bandaríkjunum gefið út sérstök Star Wars frímerki með 15 sögupersónum úr myndunum.

Fjöldi bóka og ritgerða hafa verið skrifaðar um fyrirbærið og í viðtali við CNN segir prófessor við Háskólann í New York að eftir hundrað ár verði menn enn að ræða um áhrif Star Wars á menningarsöguna, „rétt eins og nú þegar við ræðum um áhrif Hómers," segir prófessorinn, sem kennir einmitt námskeiðið „Frá Hómerskviðum til Star Wars," við NYU.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×