Erlent

Fangar myrtu 25 meðfanga

Hópur fanga í Minas Gerais í Brasilíu lokuðu hóp andstæðinga sinna inni í fangaklefa og báru eld að dýnum þar inni. Tuttugu og fimm fangar létu lífið.

Ofbeldi og óeirðir eru algeng í fangelsum í Brasilíu, þar sem andstæð gengi fanga berjast oft innbyrðis.

Fangarnir, sem kveiktu í andstæðingum sínum, höfðu náð valdi á fangelsinu fyrir dögun. Samningaviðræður stóðu yfir þegar eldurinn var kveiktur. Ekki tókst að slökkva eldinn fyrr en 25 fangar lágu í valnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×