Allar vísbendingar teknar til greina 23. ágúst 2007 06:15 Thomas Grundt Þjóðverjarnir Thomas Grundt, 24 ára, og Mathias Hinz, 29 ára, komu til Íslands 27. júlí síðastliðinn. Vitað er um ferðir þeirra á tjaldsvæðinu í Laugardal skömmu eftir komuna til landsins en ekkert hefur frést af þeim síðan þá. Um 60 björgunarsveitarmenn af öllu Suðurlandi leituðu mannanna í gær og fínkembdu svæðið í nágrenni Skaftafells. Leitin hefur ekki borið árangur og að sögn lögreglu hafa engar nýjar vísbendingar komið í ljós. Vitað er að mennirnir hugðust skoða Skaftafell og jafnvel stunda ísklifur á jöklunum þar í grennd en þeir eru báðir vanir ísklifrarar. Mánudaginn 30. júlí tóku mennirnir á móti SMS-skilaboðum í síma skammt frá Skaftafelli en ekkert er vitað með vissu um ferðir þeirra síðan þá. Þeir áttu pantað flug heim til Þýskalands hinn 17. ágúst og þegar þeir skiluðu sér ekki í flugið lýsti lögreglan eftir þeim. Formleg leit björgunarsveita hófst síðan á þriðjudag. Fjölmargir hafa haft samband við lögreglu eftir að lýst var eftir mönnunum. Flestir telja sig hafa séð þá í nágrenni Skaftafells eða á Svínafellsjökli um mánaðamótin. Litlar sem engar vísbendingar hafa borist um ferðir mannanna síðan þá og því þótti eðlilegt að miða leitina við það svæði. Mathias Hinz Friðrik Jónas Friðriksson, formaður björgunarfélags Hornafjarðar, segir að þau svæði sem helst komi til greina hafi verið fínkembd í gær. Það er Skaftafellsjökull, Svínafellsjökull, Virkisjökull og fjalllendið þar í kring. Svokallaðir undanfarahópar, skipaðir reyndustu fjallabjörgunarmönnum Landsbjargar, fóru um hættulegustu svæðin en veður hamlaði leit fram eftir degi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið um leið og létti til upp úr hádeginu og björgunarsveitarmenn leituðu fram í myrkur. Friðrik sagði að bæri leitin ekki árangur væri stefnt að stórleit á laugardag með aðstoð allt að 400 björgunarsveitarmanna. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að allar vísbendingar séu teknar til greina við leitina. Lögreglan hafi rætt við skálaverði, leiðsögumenn og rútubílstjóra auk þess sem rennt hafi verið í gegnum gestabækur á ferðamannastöðum. Þá hafa upplýsingar frá þýskum miðli verið teknar til skoðunar en sá hefur oft aðstoðað lögregluna þar í landi í málum sem þessum. „Leitarfræðin segja okkur að útiloka ekki vísbendingar af þessu tagi svo lengi sem þær eru í samræmi við annað sem við vitum,“ segir Ólöf en miðillinn gaf lýsingu af stað sem á vel við jökulsporðinn í nágrenni Skaftafells þar sem björgunarsveitarmenn leituðu í gær. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Þjóðverjarnir Thomas Grundt, 24 ára, og Mathias Hinz, 29 ára, komu til Íslands 27. júlí síðastliðinn. Vitað er um ferðir þeirra á tjaldsvæðinu í Laugardal skömmu eftir komuna til landsins en ekkert hefur frést af þeim síðan þá. Um 60 björgunarsveitarmenn af öllu Suðurlandi leituðu mannanna í gær og fínkembdu svæðið í nágrenni Skaftafells. Leitin hefur ekki borið árangur og að sögn lögreglu hafa engar nýjar vísbendingar komið í ljós. Vitað er að mennirnir hugðust skoða Skaftafell og jafnvel stunda ísklifur á jöklunum þar í grennd en þeir eru báðir vanir ísklifrarar. Mánudaginn 30. júlí tóku mennirnir á móti SMS-skilaboðum í síma skammt frá Skaftafelli en ekkert er vitað með vissu um ferðir þeirra síðan þá. Þeir áttu pantað flug heim til Þýskalands hinn 17. ágúst og þegar þeir skiluðu sér ekki í flugið lýsti lögreglan eftir þeim. Formleg leit björgunarsveita hófst síðan á þriðjudag. Fjölmargir hafa haft samband við lögreglu eftir að lýst var eftir mönnunum. Flestir telja sig hafa séð þá í nágrenni Skaftafells eða á Svínafellsjökli um mánaðamótin. Litlar sem engar vísbendingar hafa borist um ferðir mannanna síðan þá og því þótti eðlilegt að miða leitina við það svæði. Mathias Hinz Friðrik Jónas Friðriksson, formaður björgunarfélags Hornafjarðar, segir að þau svæði sem helst komi til greina hafi verið fínkembd í gær. Það er Skaftafellsjökull, Svínafellsjökull, Virkisjökull og fjalllendið þar í kring. Svokallaðir undanfarahópar, skipaðir reyndustu fjallabjörgunarmönnum Landsbjargar, fóru um hættulegustu svæðin en veður hamlaði leit fram eftir degi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið um leið og létti til upp úr hádeginu og björgunarsveitarmenn leituðu fram í myrkur. Friðrik sagði að bæri leitin ekki árangur væri stefnt að stórleit á laugardag með aðstoð allt að 400 björgunarsveitarmanna. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að allar vísbendingar séu teknar til greina við leitina. Lögreglan hafi rætt við skálaverði, leiðsögumenn og rútubílstjóra auk þess sem rennt hafi verið í gegnum gestabækur á ferðamannastöðum. Þá hafa upplýsingar frá þýskum miðli verið teknar til skoðunar en sá hefur oft aðstoðað lögregluna þar í landi í málum sem þessum. „Leitarfræðin segja okkur að útiloka ekki vísbendingar af þessu tagi svo lengi sem þær eru í samræmi við annað sem við vitum,“ segir Ólöf en miðillinn gaf lýsingu af stað sem á vel við jökulsporðinn í nágrenni Skaftafells þar sem björgunarsveitarmenn leituðu í gær.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira