Erlent

Skaut samverkamann í augað

Ránstilraun tveggja manna í Bandaríkjunum endaði með ósköpum þegar annar ræninginn skaut hinn í augað fyrir misgáning.

Mennirnir tveir, vopnaðir skammbyssu, kröfðust peninga frá öryggisverði á golfkerru fyrir utan verslunarmiðstöð í bænum Opalocka í Flórída. Í ringulreiðinni sem fylgdi hljóp skot úr byssunni og fékk annar ræningjanna kúluna í augað.

Þrjótunum tókst að flýja, en þeir náðust þegar þeir leituðu læknisaðstoðar á nálægu sjúkrahúsi. Báður voru færðir í varðhald og ákærðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×