Erlent

Sagður hafa myrt þrjá á skólalóð

Lögregla í New Jersey hefur handtekið fimmtán ára dreng fyrir morð á þremur háskólanemum á skólalóð. Drengurinn var handtekinn á miðvikudagskvöld.

Fjórir vinir á aldrinum 18 til 20 ára voru skotnir á laugardags­kvöld og segja yfirvöld rán hafa verið líklega ástæðu. Þrjú fórnar­­lambanna voru neydd til að krjúpa og tekin af lífi, en ein stúlka komst lífs af þrátt fyrir skotsár. Hún er á sjúkrahúsi.

New Jersey hefur verið þekkt fyrir ofbeldisfulla glæpi. Íbúar hafa safnað fé til að styðja fjölskyldur þeirra látnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×