Erlent

Gasið streymir enn

Forseti Hvíta-Rússlands telur að rússnesk stjórnvöld reyni að beita yfirvöld í landinu þrýstingi.
Forseti Hvíta-Rússlands telur að rússnesk stjórnvöld reyni að beita yfirvöld í landinu þrýstingi.

Ríkisstjórn Hvíta-Rússlands hefur greitt rússneska gasfyrirtækinu Gazprom tæplega þrjátíu milljarða króna skuld. Gazprom hótaði því í síðustu viku að minnka gassendingar sínar til landsins um helming ef Hvíta-Rússland greiddi ekki skuldina. Hvíta-Rússland borgaði Gazprom 1.200 milljónir króna inn á skuldina á föstudag og fékk viku til að greiða hana að fullu.

Alexander Lúkasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefur sagt að rússnesk stjónvöld vilji reyna að þröngva yfirvöldum í landinu til að selja fyrirtækjum eins og Gazprom, sem er ríkisrekið, iðnfyrirtæki í landinu. Stjórnvöld í Moskvu neita þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×