Greindarvísitala eldri systkina mælist hærri en þeirra yngri 9. júlí 2007 08:00 Fimmburar þurfa líklega ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af gáfnamun og önnur systkini miðað við rannsóknina. MYND/AP Barn sem elst upp sem elsta systkinið í hópnum er líklegra til að vera með hærri greindarvísitölu heldur en systkini sín samkvæmt norskri rannsókn. Elstu systkini og börn sem hafa misst eldri systkin og því alin upp sem elstu systkin fengu almennt hærri einkunn á gáfnaprófi sem vísindamenn lögðu fyrir meira en 250.000 norska karlkyns hermenn. Greint var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í hinu virta vísindatímariti Science. Stuðningsmenn kenningarinnar um að elsta systkini sé gáfaðast vísa oft í þá mögulegu orsök að það fái óskiptari athygli foreldra frá fæðingu. Aðrir halda því fram að líffræðileg orsök liggi að baki sem komi fram á fósturstigi vegna þess að með hverri óléttu sem fylgi í kjölfar fyrri óléttu framleiði móðirin meira af mótefni sem geti ráðist á heila fóstursins. Petter Kristensen, prófessor við stofnun hefur eftirlit með heilbrigði á vinnustöðum í Noregi, og Tor Bjerkedal, hjá læknisþjónustu norska hersins, sögðu að þótt munur á gáfum hafi ekki mælst mikill á milli systkina hafi hann verið marktækur. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu einnig til að munurinn stafaði af félagslegum þáttum frekar en líffræðilegum. Því til stuðnings sýndu systkini, sem voru þriðju í röðinni en misstu elsta systkinið sitt mjög ung, svipað gáfnastig og „upprunaleg" næstelstu systkini. „Við fundum út að það er félagsleg staða systkinis og ekki líffræðileg staða sem skiptir máli," sagði Kristensen. Frank Sulloway, sem starfar við persónuleika- og félagsfræðirannsóknir við Kaliforníuháskóla, hefur rannsakað hvernig uppeldi hefur áhrif á persónuleika og gáfnafar. Hann telur að hærri greindarvísitala hjá elstu systkinum skýrist að hluta til af því að þau kenna og leiðbeina yngri systkinum sínum. „Og þar að auki þá getur tilhneiging elstu systkina til að vera staðgengill foreldris og að taka að sér að vera samviskusama, agaða og þroskaða systkinið einnig útskýrt af hverju elstu systkini hafa hærri greindarvísitölu." Vísindi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Barn sem elst upp sem elsta systkinið í hópnum er líklegra til að vera með hærri greindarvísitölu heldur en systkini sín samkvæmt norskri rannsókn. Elstu systkini og börn sem hafa misst eldri systkin og því alin upp sem elstu systkin fengu almennt hærri einkunn á gáfnaprófi sem vísindamenn lögðu fyrir meira en 250.000 norska karlkyns hermenn. Greint var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í hinu virta vísindatímariti Science. Stuðningsmenn kenningarinnar um að elsta systkini sé gáfaðast vísa oft í þá mögulegu orsök að það fái óskiptari athygli foreldra frá fæðingu. Aðrir halda því fram að líffræðileg orsök liggi að baki sem komi fram á fósturstigi vegna þess að með hverri óléttu sem fylgi í kjölfar fyrri óléttu framleiði móðirin meira af mótefni sem geti ráðist á heila fóstursins. Petter Kristensen, prófessor við stofnun hefur eftirlit með heilbrigði á vinnustöðum í Noregi, og Tor Bjerkedal, hjá læknisþjónustu norska hersins, sögðu að þótt munur á gáfum hafi ekki mælst mikill á milli systkina hafi hann verið marktækur. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu einnig til að munurinn stafaði af félagslegum þáttum frekar en líffræðilegum. Því til stuðnings sýndu systkini, sem voru þriðju í röðinni en misstu elsta systkinið sitt mjög ung, svipað gáfnastig og „upprunaleg" næstelstu systkini. „Við fundum út að það er félagsleg staða systkinis og ekki líffræðileg staða sem skiptir máli," sagði Kristensen. Frank Sulloway, sem starfar við persónuleika- og félagsfræðirannsóknir við Kaliforníuháskóla, hefur rannsakað hvernig uppeldi hefur áhrif á persónuleika og gáfnafar. Hann telur að hærri greindarvísitala hjá elstu systkinum skýrist að hluta til af því að þau kenna og leiðbeina yngri systkinum sínum. „Og þar að auki þá getur tilhneiging elstu systkina til að vera staðgengill foreldris og að taka að sér að vera samviskusama, agaða og þroskaða systkinið einnig útskýrt af hverju elstu systkini hafa hærri greindarvísitölu."
Vísindi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“