
Íslenski boltinn
Nördaleikur í dag

Íslenska nördaliðið, KF Nörd, undir stjórn Loga Ólafssonar hyggur á hefndir í kvöld þegar liðið mætir sænska nördaliðinu á Kópavogsvelli klukkan átta. Við sama tilefni verður ný stúka vígð og því mikið um dýrðir í Kópavogi enda stendur Landsmót UMFÍ sem hæst í bænum. Liðin voru á opinni æfingu í gær og boðuðu til blaðamannafundar síðar um daginn en þar kom fram að íslensku strákunum sveið stórt tap A-landsliðsins fyrir Svíum nýverið í undankeppni Evrópumótsins.