Búið er að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif þegar hún féll í sjóinn. Mennirnir eru allir heilir á húfi og ómeiddir samkvæmt heimildum Vísis. Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar slysið varð.
TF Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, féll í sjóinn mitt á milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sjö í kvöld. Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar slysið varð.
Fjórir menn voru um borð í þyrlunni og náðu þeir að komast út. Þyrlan er enn á floti og samkvæmt heimildum Vísis á að reyna ná henni upp úr sjónum.
Björgunarskip frá björgunarsveit Hafnarfjarðar var skammt frá þegar slysið átti sér stað og kom fyrst á staðinn.