TF Sif líklega ónýt 16. júlí 2007 20:55 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að TF Sif sé að öllum líkindum ónýt. Hann segist þegar vera búinn að gera ráðstafanir til að útvega nýja þyrlu. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikil mildi að enginn hafi slasast. Þetta kom fram í máli þeirra í aukafréttatíma á Stöð 2 í kvöld um þyrluslysið. Björn sagði ljóst að TF Sif væri ónýt og nú væri bara eftir að koma henni upp úr sjónum. Hann sagði þyrluna vera tryggða að fullu og aðalatriðið að allir hefðu sloppið ómeiddir úr slysinu.Ný þyrla fenginÁhöfnin heil á húfi í Straumsvíkurhöfn, ásamt Georg Lárussyni, forstjóra LandhelgisgæslunnarÍ máli Björn Bjarnasonar kom einnig fram að hann hafi í kvöld sett sig í samband við frönsku þyrluleiguna Eurocopter í París til að fá nýja þyrlu í stað TF Sifjar. Hann sagðist þó ekki vilja spá fyrir um hvenær sú þyrla kæmi hingað til lands.Björn sagði að það væri mikil eftirsjá eftir TF Sif enda hefði þyrlan þjónað Landhelgisgæslunni vel á þeim 22 árum sem hún verið í notkun.Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók undir orð ráðherra og sagði það mikil mildi að enginn hefði slasast.Björn Bjarnason og Georg Lárusson tóku á móti áhöfn TF Sifjar þegar hún kom til lands í kvöld. Áhöfnin fær áfallahjálp en má hins vegar ekki ræða við fjölmiðla fyrr en hún hefur veitt Rannsóknarnefnd flugslysa upplýsingar um slysið. Tengdar fréttir Búið að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif Búið er að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif þegar hún féll í sjóinn. Mennirnir eru allir heilir á húfi og ómeiddir samkvæmt heimildum Vísis. Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar slysið varð. 16. júlí 2007 19:44 Áhöfn slapp ómeidd eftir að TF Sif féll í sjóinn TF Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, féll í sjóinn mitt á milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sjö í kvöld. Fjórir menn voru um borð en þeir sluppu allir ómeiddir. Þyrlan er enn á floti í sjónum og reynt verður að hífa hana upp. 16. júlí 2007 19:14 Þyrla Landhelgisgæslunnar hrapar í sjóinn Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar hrapaði í sjóinn fyrir skemmstu. Ekki liggur fyrir hvað gerðist og hvort einhver hafi slasast. 16. júlí 2007 19:01 Verða að taka spaðana af TF Sif Taka verður spaðana af TF Sif til að hægt verði að snúa vélinni við þar sem hún liggur á hvolfi í sjónum samkvæmt upplýsingum Vísis. Kafarar eru nú á leiðinni til að meta aðstæður og finna út hvernig best er að hífa þyrluna upp úr sjónum. 16. júlí 2007 22:05 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að TF Sif sé að öllum líkindum ónýt. Hann segist þegar vera búinn að gera ráðstafanir til að útvega nýja þyrlu. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikil mildi að enginn hafi slasast. Þetta kom fram í máli þeirra í aukafréttatíma á Stöð 2 í kvöld um þyrluslysið. Björn sagði ljóst að TF Sif væri ónýt og nú væri bara eftir að koma henni upp úr sjónum. Hann sagði þyrluna vera tryggða að fullu og aðalatriðið að allir hefðu sloppið ómeiddir úr slysinu.Ný þyrla fenginÁhöfnin heil á húfi í Straumsvíkurhöfn, ásamt Georg Lárussyni, forstjóra LandhelgisgæslunnarÍ máli Björn Bjarnasonar kom einnig fram að hann hafi í kvöld sett sig í samband við frönsku þyrluleiguna Eurocopter í París til að fá nýja þyrlu í stað TF Sifjar. Hann sagðist þó ekki vilja spá fyrir um hvenær sú þyrla kæmi hingað til lands.Björn sagði að það væri mikil eftirsjá eftir TF Sif enda hefði þyrlan þjónað Landhelgisgæslunni vel á þeim 22 árum sem hún verið í notkun.Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók undir orð ráðherra og sagði það mikil mildi að enginn hefði slasast.Björn Bjarnason og Georg Lárusson tóku á móti áhöfn TF Sifjar þegar hún kom til lands í kvöld. Áhöfnin fær áfallahjálp en má hins vegar ekki ræða við fjölmiðla fyrr en hún hefur veitt Rannsóknarnefnd flugslysa upplýsingar um slysið.
Tengdar fréttir Búið að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif Búið er að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif þegar hún féll í sjóinn. Mennirnir eru allir heilir á húfi og ómeiddir samkvæmt heimildum Vísis. Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar slysið varð. 16. júlí 2007 19:44 Áhöfn slapp ómeidd eftir að TF Sif féll í sjóinn TF Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, féll í sjóinn mitt á milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sjö í kvöld. Fjórir menn voru um borð en þeir sluppu allir ómeiddir. Þyrlan er enn á floti í sjónum og reynt verður að hífa hana upp. 16. júlí 2007 19:14 Þyrla Landhelgisgæslunnar hrapar í sjóinn Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar hrapaði í sjóinn fyrir skemmstu. Ekki liggur fyrir hvað gerðist og hvort einhver hafi slasast. 16. júlí 2007 19:01 Verða að taka spaðana af TF Sif Taka verður spaðana af TF Sif til að hægt verði að snúa vélinni við þar sem hún liggur á hvolfi í sjónum samkvæmt upplýsingum Vísis. Kafarar eru nú á leiðinni til að meta aðstæður og finna út hvernig best er að hífa þyrluna upp úr sjónum. 16. júlí 2007 22:05 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Búið að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif Búið er að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif þegar hún féll í sjóinn. Mennirnir eru allir heilir á húfi og ómeiddir samkvæmt heimildum Vísis. Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar slysið varð. 16. júlí 2007 19:44
Áhöfn slapp ómeidd eftir að TF Sif féll í sjóinn TF Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, féll í sjóinn mitt á milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sjö í kvöld. Fjórir menn voru um borð en þeir sluppu allir ómeiddir. Þyrlan er enn á floti í sjónum og reynt verður að hífa hana upp. 16. júlí 2007 19:14
Þyrla Landhelgisgæslunnar hrapar í sjóinn Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar hrapaði í sjóinn fyrir skemmstu. Ekki liggur fyrir hvað gerðist og hvort einhver hafi slasast. 16. júlí 2007 19:01
Verða að taka spaðana af TF Sif Taka verður spaðana af TF Sif til að hægt verði að snúa vélinni við þar sem hún liggur á hvolfi í sjónum samkvæmt upplýsingum Vísis. Kafarar eru nú á leiðinni til að meta aðstæður og finna út hvernig best er að hífa þyrluna upp úr sjónum. 16. júlí 2007 22:05