TF Sif líklega ónýt 16. júlí 2007 20:55 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að TF Sif sé að öllum líkindum ónýt. Hann segist þegar vera búinn að gera ráðstafanir til að útvega nýja þyrlu. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikil mildi að enginn hafi slasast. Þetta kom fram í máli þeirra í aukafréttatíma á Stöð 2 í kvöld um þyrluslysið. Björn sagði ljóst að TF Sif væri ónýt og nú væri bara eftir að koma henni upp úr sjónum. Hann sagði þyrluna vera tryggða að fullu og aðalatriðið að allir hefðu sloppið ómeiddir úr slysinu.Ný þyrla fenginÁhöfnin heil á húfi í Straumsvíkurhöfn, ásamt Georg Lárussyni, forstjóra LandhelgisgæslunnarÍ máli Björn Bjarnasonar kom einnig fram að hann hafi í kvöld sett sig í samband við frönsku þyrluleiguna Eurocopter í París til að fá nýja þyrlu í stað TF Sifjar. Hann sagðist þó ekki vilja spá fyrir um hvenær sú þyrla kæmi hingað til lands.Björn sagði að það væri mikil eftirsjá eftir TF Sif enda hefði þyrlan þjónað Landhelgisgæslunni vel á þeim 22 árum sem hún verið í notkun.Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók undir orð ráðherra og sagði það mikil mildi að enginn hefði slasast.Björn Bjarnason og Georg Lárusson tóku á móti áhöfn TF Sifjar þegar hún kom til lands í kvöld. Áhöfnin fær áfallahjálp en má hins vegar ekki ræða við fjölmiðla fyrr en hún hefur veitt Rannsóknarnefnd flugslysa upplýsingar um slysið. Tengdar fréttir Búið að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif Búið er að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif þegar hún féll í sjóinn. Mennirnir eru allir heilir á húfi og ómeiddir samkvæmt heimildum Vísis. Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar slysið varð. 16. júlí 2007 19:44 Áhöfn slapp ómeidd eftir að TF Sif féll í sjóinn TF Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, féll í sjóinn mitt á milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sjö í kvöld. Fjórir menn voru um borð en þeir sluppu allir ómeiddir. Þyrlan er enn á floti í sjónum og reynt verður að hífa hana upp. 16. júlí 2007 19:14 Þyrla Landhelgisgæslunnar hrapar í sjóinn Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar hrapaði í sjóinn fyrir skemmstu. Ekki liggur fyrir hvað gerðist og hvort einhver hafi slasast. 16. júlí 2007 19:01 Verða að taka spaðana af TF Sif Taka verður spaðana af TF Sif til að hægt verði að snúa vélinni við þar sem hún liggur á hvolfi í sjónum samkvæmt upplýsingum Vísis. Kafarar eru nú á leiðinni til að meta aðstæður og finna út hvernig best er að hífa þyrluna upp úr sjónum. 16. júlí 2007 22:05 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að TF Sif sé að öllum líkindum ónýt. Hann segist þegar vera búinn að gera ráðstafanir til að útvega nýja þyrlu. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikil mildi að enginn hafi slasast. Þetta kom fram í máli þeirra í aukafréttatíma á Stöð 2 í kvöld um þyrluslysið. Björn sagði ljóst að TF Sif væri ónýt og nú væri bara eftir að koma henni upp úr sjónum. Hann sagði þyrluna vera tryggða að fullu og aðalatriðið að allir hefðu sloppið ómeiddir úr slysinu.Ný þyrla fenginÁhöfnin heil á húfi í Straumsvíkurhöfn, ásamt Georg Lárussyni, forstjóra LandhelgisgæslunnarÍ máli Björn Bjarnasonar kom einnig fram að hann hafi í kvöld sett sig í samband við frönsku þyrluleiguna Eurocopter í París til að fá nýja þyrlu í stað TF Sifjar. Hann sagðist þó ekki vilja spá fyrir um hvenær sú þyrla kæmi hingað til lands.Björn sagði að það væri mikil eftirsjá eftir TF Sif enda hefði þyrlan þjónað Landhelgisgæslunni vel á þeim 22 árum sem hún verið í notkun.Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók undir orð ráðherra og sagði það mikil mildi að enginn hefði slasast.Björn Bjarnason og Georg Lárusson tóku á móti áhöfn TF Sifjar þegar hún kom til lands í kvöld. Áhöfnin fær áfallahjálp en má hins vegar ekki ræða við fjölmiðla fyrr en hún hefur veitt Rannsóknarnefnd flugslysa upplýsingar um slysið.
Tengdar fréttir Búið að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif Búið er að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif þegar hún féll í sjóinn. Mennirnir eru allir heilir á húfi og ómeiddir samkvæmt heimildum Vísis. Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar slysið varð. 16. júlí 2007 19:44 Áhöfn slapp ómeidd eftir að TF Sif féll í sjóinn TF Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, féll í sjóinn mitt á milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sjö í kvöld. Fjórir menn voru um borð en þeir sluppu allir ómeiddir. Þyrlan er enn á floti í sjónum og reynt verður að hífa hana upp. 16. júlí 2007 19:14 Þyrla Landhelgisgæslunnar hrapar í sjóinn Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar hrapaði í sjóinn fyrir skemmstu. Ekki liggur fyrir hvað gerðist og hvort einhver hafi slasast. 16. júlí 2007 19:01 Verða að taka spaðana af TF Sif Taka verður spaðana af TF Sif til að hægt verði að snúa vélinni við þar sem hún liggur á hvolfi í sjónum samkvæmt upplýsingum Vísis. Kafarar eru nú á leiðinni til að meta aðstæður og finna út hvernig best er að hífa þyrluna upp úr sjónum. 16. júlí 2007 22:05 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Búið að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif Búið er að bjarga mönnunum fjórum sem voru um borð í TF Sif þegar hún féll í sjóinn. Mennirnir eru allir heilir á húfi og ómeiddir samkvæmt heimildum Vísis. Þyrlan var á æfingu með björgunarsveit Hafnarfjarðar þegar slysið varð. 16. júlí 2007 19:44
Áhöfn slapp ómeidd eftir að TF Sif féll í sjóinn TF Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, féll í sjóinn mitt á milli Straumsvíkur og Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sjö í kvöld. Fjórir menn voru um borð en þeir sluppu allir ómeiddir. Þyrlan er enn á floti í sjónum og reynt verður að hífa hana upp. 16. júlí 2007 19:14
Þyrla Landhelgisgæslunnar hrapar í sjóinn Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar hrapaði í sjóinn fyrir skemmstu. Ekki liggur fyrir hvað gerðist og hvort einhver hafi slasast. 16. júlí 2007 19:01
Verða að taka spaðana af TF Sif Taka verður spaðana af TF Sif til að hægt verði að snúa vélinni við þar sem hún liggur á hvolfi í sjónum samkvæmt upplýsingum Vísis. Kafarar eru nú á leiðinni til að meta aðstæður og finna út hvernig best er að hífa þyrluna upp úr sjónum. 16. júlí 2007 22:05