Kaupréttur vegna hagsmuna hluthafa 8. mars 2007 06:45 Vitnaleiðslur Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, settist í vitnastúkuna í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar vitnaleiðslum í Baugsmálinu var fram haldið. MYNDGVA Forstjóri Glitnis kannaðist við að kveðið hafi verið á um kauprétt æðstu stjórnenda í samningum þegar Baugur var stofnaður, en sagði stjórn hafa átt að ákveða hverjir fengu slík kaupréttarákvæði. Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í gær og var Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, kallaður fyrir dóminn. Hann sagði frá aðkomu bankans að stofnun Baugs, og samningum um hlutafjárkaup. Raunar var það ekki Glitnir sem kom að stofnuninni heldur Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA), sem sameinaðist Íslandsbanka, sem síðar breytti um nafn og varð Glitnir. Bjarni sagði að hann myndi til þess að í samningi við stofnun Baugs hafi verið kveðið á um að fjórum prósentum af bréfum í fyrirtækinu yrði ráðstafað til stjórnenda með kaupréttarákvæðum. Hann sagði það hafa verið hagsmunir hluthafa að tengja laun stjórnenda gengi fyrirtækisins með þessum hætti. Það hafi svo verið stjórnar að ákveða hverjir ættu að njóta kaupréttar. Fram hefur komið við vitnaleiðslur af stjórnarmönnum og endurskoðendum að þeir hafi ekki vitað af kaupréttinum sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson aðstoðarforstjóri og Óskar Magnússon stjórnarformaður nutu frá stofnun félagsins 1998. Bjarni var einnig spurður um kaup norska fyrirtækisins Reitangruppen á 20 prósenta hlut í Baugi, og þær skýringar núverandi og fyrrverandi stjórnenda Baugs að Baugur hafi fengið hlut af söluþóknun sem FBA og Kaupþing áttu að fá fyrir að selja bréfin, þar sem Baugur hafi kynnt Reitangruppen til sögunnar. Bjarni staðfesti að rætt hefði verið að Baugur fengi hlut í þóknun vegna þessa, en hann gat ekki staðfest að af því hefði orðið. Árni Pétur Jónsson, sem var yfirmaður matvörusviðs Baugs frá árinu 2001, sagði dóminum frá samskiptum sínum við Jón Gerald Sullenberger, eiganda fyrirtækisins Nordica í Bandaríkjunum og einn ákærða í málinu. Hann lýsti meðal annars endalokum viðskiptasambandsins milli Nordica og Baugs og sagðist aldrei hafa verið sáttur við viðskiptin. Árni lýsti símtali sem hann sagðist hafa átt við Jón Gerald, þar sem sá síðarnefndi hafi í reiði hótað því að valda Baugi gríðarlegum ímyndarskaða. Hann sagðist í kjölfarið hafa rætt þessa hótun við Jón Ásgeir, sem hafi sagt honum að taka sínar ákvarðanir um viðskipti við Nordica út frá faglegum viðskiptalegum forsendum, það væri ekkert sem Jón Gerald gæti gert til að skaða fyrirtækið. Fréttir Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Forstjóri Glitnis kannaðist við að kveðið hafi verið á um kauprétt æðstu stjórnenda í samningum þegar Baugur var stofnaður, en sagði stjórn hafa átt að ákveða hverjir fengu slík kaupréttarákvæði. Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í gær og var Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, kallaður fyrir dóminn. Hann sagði frá aðkomu bankans að stofnun Baugs, og samningum um hlutafjárkaup. Raunar var það ekki Glitnir sem kom að stofnuninni heldur Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA), sem sameinaðist Íslandsbanka, sem síðar breytti um nafn og varð Glitnir. Bjarni sagði að hann myndi til þess að í samningi við stofnun Baugs hafi verið kveðið á um að fjórum prósentum af bréfum í fyrirtækinu yrði ráðstafað til stjórnenda með kaupréttarákvæðum. Hann sagði það hafa verið hagsmunir hluthafa að tengja laun stjórnenda gengi fyrirtækisins með þessum hætti. Það hafi svo verið stjórnar að ákveða hverjir ættu að njóta kaupréttar. Fram hefur komið við vitnaleiðslur af stjórnarmönnum og endurskoðendum að þeir hafi ekki vitað af kaupréttinum sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson aðstoðarforstjóri og Óskar Magnússon stjórnarformaður nutu frá stofnun félagsins 1998. Bjarni var einnig spurður um kaup norska fyrirtækisins Reitangruppen á 20 prósenta hlut í Baugi, og þær skýringar núverandi og fyrrverandi stjórnenda Baugs að Baugur hafi fengið hlut af söluþóknun sem FBA og Kaupþing áttu að fá fyrir að selja bréfin, þar sem Baugur hafi kynnt Reitangruppen til sögunnar. Bjarni staðfesti að rætt hefði verið að Baugur fengi hlut í þóknun vegna þessa, en hann gat ekki staðfest að af því hefði orðið. Árni Pétur Jónsson, sem var yfirmaður matvörusviðs Baugs frá árinu 2001, sagði dóminum frá samskiptum sínum við Jón Gerald Sullenberger, eiganda fyrirtækisins Nordica í Bandaríkjunum og einn ákærða í málinu. Hann lýsti meðal annars endalokum viðskiptasambandsins milli Nordica og Baugs og sagðist aldrei hafa verið sáttur við viðskiptin. Árni lýsti símtali sem hann sagðist hafa átt við Jón Gerald, þar sem sá síðarnefndi hafi í reiði hótað því að valda Baugi gríðarlegum ímyndarskaða. Hann sagðist í kjölfarið hafa rætt þessa hótun við Jón Ásgeir, sem hafi sagt honum að taka sínar ákvarðanir um viðskipti við Nordica út frá faglegum viðskiptalegum forsendum, það væri ekkert sem Jón Gerald gæti gert til að skaða fyrirtækið.
Fréttir Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent