Kaupréttur vegna hagsmuna hluthafa 8. mars 2007 06:45 Vitnaleiðslur Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, settist í vitnastúkuna í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar vitnaleiðslum í Baugsmálinu var fram haldið. MYNDGVA Forstjóri Glitnis kannaðist við að kveðið hafi verið á um kauprétt æðstu stjórnenda í samningum þegar Baugur var stofnaður, en sagði stjórn hafa átt að ákveða hverjir fengu slík kaupréttarákvæði. Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í gær og var Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, kallaður fyrir dóminn. Hann sagði frá aðkomu bankans að stofnun Baugs, og samningum um hlutafjárkaup. Raunar var það ekki Glitnir sem kom að stofnuninni heldur Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA), sem sameinaðist Íslandsbanka, sem síðar breytti um nafn og varð Glitnir. Bjarni sagði að hann myndi til þess að í samningi við stofnun Baugs hafi verið kveðið á um að fjórum prósentum af bréfum í fyrirtækinu yrði ráðstafað til stjórnenda með kaupréttarákvæðum. Hann sagði það hafa verið hagsmunir hluthafa að tengja laun stjórnenda gengi fyrirtækisins með þessum hætti. Það hafi svo verið stjórnar að ákveða hverjir ættu að njóta kaupréttar. Fram hefur komið við vitnaleiðslur af stjórnarmönnum og endurskoðendum að þeir hafi ekki vitað af kaupréttinum sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson aðstoðarforstjóri og Óskar Magnússon stjórnarformaður nutu frá stofnun félagsins 1998. Bjarni var einnig spurður um kaup norska fyrirtækisins Reitangruppen á 20 prósenta hlut í Baugi, og þær skýringar núverandi og fyrrverandi stjórnenda Baugs að Baugur hafi fengið hlut af söluþóknun sem FBA og Kaupþing áttu að fá fyrir að selja bréfin, þar sem Baugur hafi kynnt Reitangruppen til sögunnar. Bjarni staðfesti að rætt hefði verið að Baugur fengi hlut í þóknun vegna þessa, en hann gat ekki staðfest að af því hefði orðið. Árni Pétur Jónsson, sem var yfirmaður matvörusviðs Baugs frá árinu 2001, sagði dóminum frá samskiptum sínum við Jón Gerald Sullenberger, eiganda fyrirtækisins Nordica í Bandaríkjunum og einn ákærða í málinu. Hann lýsti meðal annars endalokum viðskiptasambandsins milli Nordica og Baugs og sagðist aldrei hafa verið sáttur við viðskiptin. Árni lýsti símtali sem hann sagðist hafa átt við Jón Gerald, þar sem sá síðarnefndi hafi í reiði hótað því að valda Baugi gríðarlegum ímyndarskaða. Hann sagðist í kjölfarið hafa rætt þessa hótun við Jón Ásgeir, sem hafi sagt honum að taka sínar ákvarðanir um viðskipti við Nordica út frá faglegum viðskiptalegum forsendum, það væri ekkert sem Jón Gerald gæti gert til að skaða fyrirtækið. Fréttir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Forstjóri Glitnis kannaðist við að kveðið hafi verið á um kauprétt æðstu stjórnenda í samningum þegar Baugur var stofnaður, en sagði stjórn hafa átt að ákveða hverjir fengu slík kaupréttarákvæði. Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í gær og var Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, kallaður fyrir dóminn. Hann sagði frá aðkomu bankans að stofnun Baugs, og samningum um hlutafjárkaup. Raunar var það ekki Glitnir sem kom að stofnuninni heldur Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA), sem sameinaðist Íslandsbanka, sem síðar breytti um nafn og varð Glitnir. Bjarni sagði að hann myndi til þess að í samningi við stofnun Baugs hafi verið kveðið á um að fjórum prósentum af bréfum í fyrirtækinu yrði ráðstafað til stjórnenda með kaupréttarákvæðum. Hann sagði það hafa verið hagsmunir hluthafa að tengja laun stjórnenda gengi fyrirtækisins með þessum hætti. Það hafi svo verið stjórnar að ákveða hverjir ættu að njóta kaupréttar. Fram hefur komið við vitnaleiðslur af stjórnarmönnum og endurskoðendum að þeir hafi ekki vitað af kaupréttinum sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson aðstoðarforstjóri og Óskar Magnússon stjórnarformaður nutu frá stofnun félagsins 1998. Bjarni var einnig spurður um kaup norska fyrirtækisins Reitangruppen á 20 prósenta hlut í Baugi, og þær skýringar núverandi og fyrrverandi stjórnenda Baugs að Baugur hafi fengið hlut af söluþóknun sem FBA og Kaupþing áttu að fá fyrir að selja bréfin, þar sem Baugur hafi kynnt Reitangruppen til sögunnar. Bjarni staðfesti að rætt hefði verið að Baugur fengi hlut í þóknun vegna þessa, en hann gat ekki staðfest að af því hefði orðið. Árni Pétur Jónsson, sem var yfirmaður matvörusviðs Baugs frá árinu 2001, sagði dóminum frá samskiptum sínum við Jón Gerald Sullenberger, eiganda fyrirtækisins Nordica í Bandaríkjunum og einn ákærða í málinu. Hann lýsti meðal annars endalokum viðskiptasambandsins milli Nordica og Baugs og sagðist aldrei hafa verið sáttur við viðskiptin. Árni lýsti símtali sem hann sagðist hafa átt við Jón Gerald, þar sem sá síðarnefndi hafi í reiði hótað því að valda Baugi gríðarlegum ímyndarskaða. Hann sagðist í kjölfarið hafa rætt þessa hótun við Jón Ásgeir, sem hafi sagt honum að taka sínar ákvarðanir um viðskipti við Nordica út frá faglegum viðskiptalegum forsendum, það væri ekkert sem Jón Gerald gæti gert til að skaða fyrirtækið.
Fréttir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira