Enski boltinn

Leeds er fallið

NordicPhotos/GettyImages

Leeds óskaði eftir greiðslustöðvun í gær og þá var enn fremur ljóst að félagið fellur úr ensku 1. deildinni og spilar í C-deildinni 2007-08. Félag missir tíu stig við það að fara í greiðslustöðvun en með því að gera þetta núna þegar liðið átti aðeins litla möguleika á að bjarga sér í lokaumferðinni um helgina koma Leedsarar í veg fyrir að liðið byrji með tíu stig í mínus á næsta tímabili.

Leeds varð enskur meistari 1992 en peningavandræði hafa leikið félagið grátt á síðustu árum og heildarskuldir Leeds nema núna um 35 milljónum punda, eða ríflega 4,4 milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×