Erlent

Einkaflugvél nauðlenti í Stokkhólmi

Einn maður slasaðist alvarlega og þrír lítillega þegar einkaflugvél nauðlenti í Stokkhólmi um miðjan dag í dag. Eftir því sem sænskir miðlar greina frá var um að ræða fjögurra sæta Piper PA 28 flugvél en flugmaður hennar tilkynnti um vélarvandræði skömmu eftir að hún hafði tekið á loft frá Bromma-flugvelli.

Neyddist hann því til að nauðlenda í Fisksjöäng-hverfi í Stokkhólmi og brotnaði annar vængurinn af vélinni við það. Allir farþegarnir voru fluttir á sjúkrahús og var lögregla með mikinn viðbúnað vegna slyssins.

Beðið er eftir því að rannsóknarmenn komi á vettvang og skoði flakið en unnið er að því að hreinsa svæðið þar sem töluvert af flugvélabensíni lak úr vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×