Enski boltinn

Mourinho: Ég þarf á Crespo að halda

Hernan Crespo stóð sig vel hjá Chelsea, en náði aldrei að aðlagast breskri menningu
Hernan Crespo stóð sig vel hjá Chelsea, en náði aldrei að aðlagast breskri menningu NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist hafa mikinn áhuga á að fá argentínska framherjann Hernan Crespo aftur til félagsins í sumar. Crespo hefur verið á flóknum lánssamningi hjá Ítalíumeisturum Inter og segist yfir sig ánægður að vera kominn aftur til Ítalíu. Hann hefur skorað 10 mörk í deildinni í vetur og hefur lýst því yfir að hann vilji aldrei fara aftur til Englands.

Chelsea á þó enn réttinn á leikmanninum og Mourinho segist þurfa á honum að halda á næsta ári. "Ég skil mannlegu hliðina á máli Crespo, en hann er okkar leikmaður og ég þarf á framherja að halda á næsta ári þar sem ég reikna með því að Didier Drogba og Salomon Kalou verði uppteknir af Afríkukeppninni eftir áramótin. Þá þarf ég á framherja eins og Crespo að halda," sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×