Ósamræmi hjá lögreglu 16. mars 2007 05:00 Baugsmál Ósamræmi var í framburði saksóknara sem hafði yfirumsjón með rannsókn Baugsmálsins og eins af lögreglufulltrúunum sem rannsakaði málið, þegar þeir voru spurðir um fyrstu yfirheyrsluna yfir Jóni Gerald Sullenberger í dómsal í gær. Jón H. Snorrason, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem stýrði rannsókninni í Baugsmálinu, sagði að fyrsta yfirheyrslan yfir Jóni Gerald hefði farið fram laugardaginn 24. ágúst 2002. Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra, sagði það hljóta að vera misminni, fyrsta yfirheyrslan hefði farið fram sunnudaginn 25. ágúst. Það myndi hann vel því hann hefði verið á ættarmóti á laugardeginum, og því fjölmörg vitni sem væri hægt að kalla fyrir dóminn til að bera um það. Jón H. skýrði einnig hvernig það hafi komið til að hann hafi sótt Jón Gerald þennan morgun. Hann sagðist hafa átt erindi í Hafnarfjörð, og því hafi hentað betur að sækja Jón Gerald í Kópavoginn heldur en að láta hann koma sjálfan, enda skrifstofan lokuð um helgina og enginn í móttökunni. Verjendur spurðu bæði Jón H. og Svein um nokkur tilvik þar sem sakborningar eða vitni komu með ábendingar um eitthvað sem þyrfti að rannsaka, og ekki var sinnt af lögreglu. Báðir sögðu að ávallt hefðu verið rannsakaðar þær ábendingar sem þóttu koma atvikum sem voru til rannsóknar við, og Jón H. sagði að hætt hefði verið við að rannsaka frekar tugi atvika vegna ábendinga sakborninga þar sem grunur var um eitthvert saknæmt í upphafi. Þannig hafi jafnt verið rannsökuð atriði sem þóttu horfa til sýknu og þau sem þóttu horfa til sektar. Þannig spurði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jón H. hvers vegna samskipti Baugs við Simon's Agentur hafi ekki verið rannsökuð eftir að Jón Ásgeir benti ítrekað á að þau væru sambærileg og viðskiptin við Nordica. „Mér finnst þetta vera eins og að bera saman epli og appelsínur," sagði Jón H., sem sagði að engin ástæða hefði verið til að hefja rannsókn á samskiptum Baugs og Simon's Agentur. Ummæli Jóns Ásgeirs í yfirheyrslum hafi hann ekki litið á sem ábendingu, enda hafi Jón Ásgeir minnst á það tvisvar, en ekki óskað sérstaklega eftir því að þetta yrði rannsakað. Jón H. var einnig spurður út í símtal sem hann átti við Helga Sigurðsson, lögmann hjá Kaupþingi, um svipað leyti og upprunaleg ákæra var gefin út, í byrjun júlí 2005. Helgi hafði fyrir dómi lýst því hvernig símtalið endaði á því að fagnaðarlæti sem minntu á lætin á fótboltaleik hafi brotist út á skrifstofu Jóns H. þegar hann skýrði frá því að hann hefði engin gögn fundið sem styddu skýringar sakborninga. „Þetta er auðvitað alveg fráleitt," sagði Jón H., sem sagðist muna vel eftir þessu símtali. Hann hafi verið einn á skrifstofu sinni og skildi til að byrja með ekki hverju hann hefði átt að vera að fagna. Fréttir Tengdar fréttir Orðrétt úr Baugsmálinu „Þetta er nú svona meginlínan, svo dansar saksóknarinn þar, og öryggisnetið er hérna hjá dómaranum.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður skýrði þann línudans sem saksóknari og verjendur áttu að stunda með það hvort spyrja mætti endurskoðendur frá Deloitte sem sérfræðivitni í málinu. 16. mars 2007 04:00 Baugsmálið í dag Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 16. mars 2007 06:30 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Baugsmál Ósamræmi var í framburði saksóknara sem hafði yfirumsjón með rannsókn Baugsmálsins og eins af lögreglufulltrúunum sem rannsakaði málið, þegar þeir voru spurðir um fyrstu yfirheyrsluna yfir Jóni Gerald Sullenberger í dómsal í gær. Jón H. Snorrason, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem stýrði rannsókninni í Baugsmálinu, sagði að fyrsta yfirheyrslan yfir Jóni Gerald hefði farið fram laugardaginn 24. ágúst 2002. Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra, sagði það hljóta að vera misminni, fyrsta yfirheyrslan hefði farið fram sunnudaginn 25. ágúst. Það myndi hann vel því hann hefði verið á ættarmóti á laugardeginum, og því fjölmörg vitni sem væri hægt að kalla fyrir dóminn til að bera um það. Jón H. skýrði einnig hvernig það hafi komið til að hann hafi sótt Jón Gerald þennan morgun. Hann sagðist hafa átt erindi í Hafnarfjörð, og því hafi hentað betur að sækja Jón Gerald í Kópavoginn heldur en að láta hann koma sjálfan, enda skrifstofan lokuð um helgina og enginn í móttökunni. Verjendur spurðu bæði Jón H. og Svein um nokkur tilvik þar sem sakborningar eða vitni komu með ábendingar um eitthvað sem þyrfti að rannsaka, og ekki var sinnt af lögreglu. Báðir sögðu að ávallt hefðu verið rannsakaðar þær ábendingar sem þóttu koma atvikum sem voru til rannsóknar við, og Jón H. sagði að hætt hefði verið við að rannsaka frekar tugi atvika vegna ábendinga sakborninga þar sem grunur var um eitthvert saknæmt í upphafi. Þannig hafi jafnt verið rannsökuð atriði sem þóttu horfa til sýknu og þau sem þóttu horfa til sektar. Þannig spurði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jón H. hvers vegna samskipti Baugs við Simon's Agentur hafi ekki verið rannsökuð eftir að Jón Ásgeir benti ítrekað á að þau væru sambærileg og viðskiptin við Nordica. „Mér finnst þetta vera eins og að bera saman epli og appelsínur," sagði Jón H., sem sagði að engin ástæða hefði verið til að hefja rannsókn á samskiptum Baugs og Simon's Agentur. Ummæli Jóns Ásgeirs í yfirheyrslum hafi hann ekki litið á sem ábendingu, enda hafi Jón Ásgeir minnst á það tvisvar, en ekki óskað sérstaklega eftir því að þetta yrði rannsakað. Jón H. var einnig spurður út í símtal sem hann átti við Helga Sigurðsson, lögmann hjá Kaupþingi, um svipað leyti og upprunaleg ákæra var gefin út, í byrjun júlí 2005. Helgi hafði fyrir dómi lýst því hvernig símtalið endaði á því að fagnaðarlæti sem minntu á lætin á fótboltaleik hafi brotist út á skrifstofu Jóns H. þegar hann skýrði frá því að hann hefði engin gögn fundið sem styddu skýringar sakborninga. „Þetta er auðvitað alveg fráleitt," sagði Jón H., sem sagðist muna vel eftir þessu símtali. Hann hafi verið einn á skrifstofu sinni og skildi til að byrja með ekki hverju hann hefði átt að vera að fagna.
Fréttir Tengdar fréttir Orðrétt úr Baugsmálinu „Þetta er nú svona meginlínan, svo dansar saksóknarinn þar, og öryggisnetið er hérna hjá dómaranum.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður skýrði þann línudans sem saksóknari og verjendur áttu að stunda með það hvort spyrja mætti endurskoðendur frá Deloitte sem sérfræðivitni í málinu. 16. mars 2007 04:00 Baugsmálið í dag Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 16. mars 2007 06:30 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Orðrétt úr Baugsmálinu „Þetta er nú svona meginlínan, svo dansar saksóknarinn þar, og öryggisnetið er hérna hjá dómaranum.“ Arngrímur Ísberg dómsformaður skýrði þann línudans sem saksóknari og verjendur áttu að stunda með það hvort spyrja mætti endurskoðendur frá Deloitte sem sérfræðivitni í málinu. 16. mars 2007 04:00
Baugsmálið í dag Tveir dagar eru eftir af vitnaleiðslum í málinu og í dag munu meðal annarra koma fyrir dóminn þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 16. mars 2007 06:30