Erlent

Andófsmönnum sleppt í Búrma

Munkar mótmæltu á götum Rangún í september.
Munkar mótmæltu á götum Rangún í september. MYND/AFP

Herforingjastjórnin í Búrma sleppti í dag sex andófsmönnum sem handteknir voru í mótmælunum í síðasta mánuði. Þar á meðal eru þrír meðlimir í lýðræðisflokki Aung San Suu Kyi.

Fólkið var handtekið í lok síðasta mánaðar og hefur því setið inni í rúman mánuð. Herforingjastjórnin handtók þrjú þúsund andófsmenn þegar mótmælin stóðu sem hæst. Flestum hefur nú verið sleppt en nokkur hundruð sitja enn í fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×