Erlent

Abbas skipar nýjan forsætisráðherra

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu hefur tilnefnt Salam Fayyad sem nýjan forsætisráðherra eftir að Abbas leysti upp þjóðstjórn Hamas og Fatah. Ismail Haniya, forætisráðherra þjóðstjórnarinnar heldur því hins vegar fram að hann sé enn forsætisráðherra og hefur þvertekið fyrir að gegna tilmælum Abbas um að leysa stjórnina upp.

Fayyad er fyrrverandi yfirmaður hjá Alþjóðabankanum og er talinn vera hlutlaus og án tengsla við Hamas eða Fatah en hreyfingarnar hafa borist á banaspjótum síðustu daga á Gasaströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×