Erlent

Hamasliðar á skrifstofu forsetans

Hamasliðar koma sér þægilega fyrir á skrifstofu Abbas.
Hamasliðar koma sér þægilega fyrir á skrifstofu Abbas. MYND/AP

Liðsmenn Hamas hafa hertekið skrifstofu forseta Palestínu, Mahmoud Abbas í Gasa borg og fara nú ránshendi um byggingu forsetaembættisins. Hamasliðar hafa nú náð öllu Gasa svæðinu á sitt vald og liðsmenn Fatah hafa flúið eða verið handteknir í bardögum síðustu daga.

Búist er við því að Abbas tilkynni um að hann hafi komið á fót neyðarríkisstjórn seinna í dag en hann leysti upp ríkisstjórnina í gær sem Hamas veitti forystu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×