Erlent

Aukin fánasala samhliða vaxandi þjóðerniskennd í Danmörku

MYND/Reuters

Sala á danska þjóðfánanum og fánastöngum hefur aukist í Danmörku síðustu misseri eftir því segir í frétt Jótlandspóstsins. Tengja menn það aukinni þjóðerniskennd í landinu, ekki síst í framhaldinu að deilunum um Múhameðsteikningarnar í fyrra og hitteðfyrra, en þá var danski fáninn brenndur víða í löndum múslíma til að mótmæla teikningunum sem birtust í Jótlandspóstinum.

Svokallaður Valdimarsdagur er í Danmörku í dag sem er fánadagur, en samkvæmt sögunni mun danski þjóðfáninn hafa fallið af himnum ofan þennan dag fyrir 788 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×